Home Fréttir Í fréttum Smíða skýli fyrir 30 sorptunnur

Smíða skýli fyrir 30 sorptunnur

89
0
Gabríel Breki Kristinsson og Logi Stefánsson, eigendur Hefestus. mbl.is/Árni Sæberg

Breyt­ing­arn­ar sem gerðar voru á sorp­flokk­un hafa held­ur bet­ur skilað sér í verk­efn­um fyr­ir vin­ina Gabrí­el Breka Krist­ins­son og Loga Stef­áns­son, eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins Hefest­us, en þeir hafa smíðað S fyr­ir um sjö­tíu sorptunn­ur í sum­ar.

<>

Gabrí­el seg­ir mikla eft­ir­spurn eft­ir sorptunnu­skýl­um og að mikið hafi verið að gera í sum­ar hjá þeim við gerð þeirra, auk annarra verk­efna.

Logi og Gabrí­el, eig­end­ur Hefest­us, hafa smíðað sorptunnu­skýli fyr­ir um sjö­tíu sorptunn­ur í sum­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Nóg af verk­efn­um á sumr­in
Gabrí­el og Logi stofnuðu Hefest­us í fyrra­sum­ar, er þeir voru báðir í námi og vantaði sum­ar­vinnu. Þeir eru einu starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins en Gabrí­el seg­ir að þeir fái stund­um hjálp frá vin­um þegar þörf er á.

„Hug­mynd­in var upp­runa­lega útismíði, að smíða skjól­veggi, palla og svo­leiðis á sumr­in þar sem við vor­um báðir í námi,“ seg­ir Gabrí­el.

Þeim hafi fund­ist til­valið að vinna úti og gera eitt­hvað skemmti­legt, svo þeir slógu til og stofnuðu fyr­ir­tækið. Strax hafi þeir fengið nóg af verk­efn­um á borð til sín.

Þeir hafi síðan þá smíðað palla, skjól­veggi, hús, borið á palla og nú einnig smíðað sorptunnu­skýli.

Hanna og smíða skýl­in sjálf­ir
Aukn­ar kröf­ur hafi komið um sorptunnu­fjölda og þeir hafi ákveðið að hanna sorptunnu­skýli.

„Í vet­ur tók­um við ákvörðun að búa til hönn­un fyr­ir sorptunnu­skýli og höf­um notað hana nokk­urn veg­inn síðan fyr­ir alla ein­stak­linga, en svo byrjuðu hús­fé­lög líka að heyra í okk­ur og þá höf­um við verið að gera sér­hönnuð skýli, eins og fyr­ir tíu til þrjá­tíu tunn­ur,“ seg­ir Gabrí­el.

Gabrí­el seg­ir mikla eft­ir­spurn eft­ir sorptunnu­skýl­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Þegar ljós­mynd­ari mbl.is hitti á Gabrí­el og Loga voru þeir að smíða sorptunnu­skýli fyr­ir hús­fé­lag fjöl­býl­is­húss í Reykja­vík, sem tek­ur þrjá­tíu tunn­ur. Gabrí­el seg­ir það vera stærsta skýlið sem þeir hafi smíðað. Vinn­an hafi tekið þá um tvær vik­ur en þeir smíðuðu líka pall und­ir skýlið.

Hann seg­ir hefðbundið þriggja tunnu skýli hins veg­ar taka um einn til einn og hálf­an dag í vinnu.

Logi og Gabrí­el að smíða sorptunnu­skýli fyr­ir hús­fé­lag í Reykja­vík, sem tek­ur þrjá­tíu tunn­ur. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Tunn­un­um er komið fyr­ir inni í sorptunnu­skýl­un­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Heimild: Mbl.is