
Fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli var tekin á Hellu í gær.

Völlurinn verður í fullri stærð og búinn hitakerfi. Breytingar og uppbygging íþróttasvæðisins á Hellu hafa verið á teikniborðinu í nokkurn tíma og ljóst er að aðstaða til íþróttaiðkunar mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og árum.

Þjótandi bauð lægst í gerð vallarins og var samningur við fyrirtækið undirritaður í kjölfar fyrstu skóflustungunnar.

Fljótlega verður hafist handa við burðarlag og fergingu nýja vallarsvæðisins og áætlað er að völlurinn verði tilbúinn til notkunar síðsumars 2025 – ef til vill verður fyrsti leikurinn spilaður í tilefni Töðugjalda 2025.
Heimild: Sunnlenska.is