Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir að hefjast við nýjan gervigrasvöll á Hellu

Framkvæmdir að hefjast við nýjan gervigrasvöll á Hellu

38
0
Fulltrúar úr sveitarstjórn og fulltrúar umf. Heklu og KFR taka fyrstu skóflustunguna (f.v. Eggert Valur Guðmundsson, oddviti RY, Eydís Indriðadóttir fulltrúi D-lista í sveitarstjórn, Gunnlaugur Friðberg Margrétarson fulltrúi Heklu og Elísabeth Lind Ingólfsdóttir fulltrúi KFR). Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli var tekin á Hellu í gær.

<>
Hópur fulltrúa og velunnara sem mættu til að fagna fyrstu skóflustungunni. Ljósmynd/Aðsend

Völlurinn verður í fullri stærð og búinn hitakerfi. Breytingar og uppbygging íþróttasvæðisins á Hellu hafa verið á teikniborðinu í nokkurn tíma og ljóst er að aðstaða til íþróttaiðkunar mun taka stakkaskiptum á næstu misserum og árum.

Teikning af gervigrasvellinum. Ljósmynd/Aðsend

Þjótandi bauð lægst í gerð vallarins og var samningur við fyrirtækið undirritaður í kjölfar fyrstu skóflustungunnar.

Eggert Valur Guðmundsson oddviti og Ólafur Einarsson eigandi Þjótanda ehf. handsala samninginn eftir undirritun hans. Ljósmynd/Aðsend

Fljótlega verður hafist handa við burðarlag og fergingu nýja vallarsvæðisins og áætlað er að völlurinn verði tilbúinn til notkunar síðsumars 2025 – ef til vill verður fyrsti leikurinn spilaður í tilefni Töðugjalda 2025.

Heimild: Sunnlenska.is