Home Fréttir Í fréttum Vegaframkvæmdir hafnar vegna Hvammsvirkjunar

Vegaframkvæmdir hafnar vegna Hvammsvirkjunar

99
0
Framkvæmdir við veginn eru hafnar þó virkjunarleyfi sé ekki enn í höfn. Mynd: Mbl.is

Fram­kvæmd­ir við vega­gerð vegna fyr­ir­hugaðrar Hvamms­virkj­un­ar eru hafn­ar, en verið er að leggja veg upp frá Land­vegi að Hvammi í Landsveit þar sem áformað er að virkj­un­in rísi. Fyr­ir­tækið Þjót­andi ann­ast lagn­ingu veg­ar­ins.

<>

Einnig er verið að und­ir­búa að leggja grunn að vinnu­búðum á svæðinu, ásamt lagn­ingu veitu­kerfa fyr­ir þær og fram­kvæmda­svæðið í heild.

Ekk­ert virkj­un­ar­leyfi

Virkj­un­ar­leyfi ligg­ur þó ekki fyr­ir enn, en skv. upp­lýs­ing­um frá Þóru Arn­órs­dótt­ur, for­stöðumanni sam­skipta og upp­lýs­inga­miðlun­ar hjá Lands­virkj­un, er bú­ist við að Orku­stofn­un gefi út leyfið í síðasta lagi í lok ág­úst­mánaðar.

Þegar það ligg­ur fyr­ir verður sótt um fram­kvæmda­leyfi til viðkom­andi sveit­ar­fé­laga.

Auk fram­kvæmda við Hvamms­veg stend­ur til að leggja nýj­an Búðafoss­veg auk brú­ar, en farið verður í það verk­efni þegar leyfi fyr­ir virkj­un­inni eru í höfn.

Heimild: Mbl.is