Verktakafyrirtækið Borgarverk frá Borgarnesi hagnaðist um 144 milljónir króna á síðasta ári, samanborið við 225 milljónir árið 2020.
Rekstrartekjur Borgarverks jukust um 4,9% milli ára og námu 5.315 milljónum króna. Stærsti viðskiptavinur félagsins er Vegagerðin.
Rekstrargjöld jukust um 6,8% og námu 5.070 milljónum króna. Laun og tengd gjöld var sá kostnaðarliður sem hækkaði mest eða um 21% og nam 1,6 milljörðum. Ársverkum fjölgaði úr 97 í 100.
„Velta félagsins hélt áfram að aukast eins og en dregið hefur úr þeim mikla vexti sem félagið hefur verið í undafarni ár. Áfram er stefnt að vexti félagsins á árinu 2024,“ segir í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi.
„Vegna almennra verðhækkana og launahækkana í efnahagsumhverfi félagsins skiluðu verkin á árinu minni afkomu en reiknað hafði verið með.“
Fram kemur að Borgarverk, sem er með höfuðstöðvar á Borgarnesi, hafi opnað starfstöð á Akranesi í fyrra til að taka þátt í uppbyggingu sveitarfélagsins. Félagið er einnig með starfstöð á Selfossi.
Eignir Borgarverks voru bókfærðar á 4 milljarða króna í árslok 2023. Eigið fé var hátt í 2 milljarðar króna og skuldir voru um 2,1 milljarður. Félagið hyggst greiða út allt að 200 milljónir króna í arð í ár.
Heimild: Vb.is