Home Fréttir Í fréttum Í skoðun að flytja hringveginn

Í skoðun að flytja hringveginn

66
0
Mynd: mbl.is/Sigurður Bogi

Í skoðun er að hring­veg­ur­inn í gegn­um Borg­ar­nes verði flutt­ur á næstu árum.

<>

Um­ferð á þess­um slóðum fer sí­fellt vax­andi og velt er upp spurn­ing­um um hve lengi verður við svo búið. Sér­stak­lega er bent á að æ fleiri þung­ir vöru­flutn­inga­bíl­ar aka í gegn­um bæ­inn, til dæm­is trukk­ar sem flytja sjáv­ar­af­urðir að vest­an og norðan.

„Umræðan um til­færslu á þjóðvegi eitt hef­ur staðið lengi og eðli máls­ins sam­kvæmt skipt­ar skoðanir. Hags­mun­ir versl­un­ar koma þar meðal ann­ars til,“ seg­ir Guðveig Eygló­ar­dótt­ir, for­seti sveit­ar­stjórn­ar Borg­ar­byggðar.

Rætt er um að nýtt veg­stæði við Borg­ar­nes verði nærri strand­lengj­unni á aust­an­verðu nes­inu sem bær­inn stend­ur á við Bjarg­sland. Þegar komið væri yfir Borg­ar­fjarðar­brúna yrði þá í raun haldið beint áfram nærri Brú­ar­togi, þar sem í dag eru ýms­ar versl­an­ir og sölu­skál­ar.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, mánu­dag.

Heimild: Mbl.is