Home Fréttir Í fréttum Tug milljóna framkvæmd við nýjan leikskóla

Tug milljóna framkvæmd við nýjan leikskóla

136
0
Torf var fjarlægt af þaki leikskólans Brákarborgar vegna byggingargalla sem unnið er að því að laga. mbl.is/Árni Sæberg

Hús­næði leik­skól­ans Brákar­borg­ar, sem tók til starfa fyr­ir tveim­ur árum, hef­ur nú verið lokað vegna bygg­ingagalla sem kom í ljós fyr­ir skemmstu. Ljóst er að mis­tök voru gerð í hönn­un- og/​eða fram­kvæmd leik­skól­ans en Ólöf Örvars­dótt­ir sviðsstjóri um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar seg­ir að ekki liggi fyr­ir hver beri ábyrgð.

<>

Hún seg­ir að það verði nú skoðað og hef­ur Reykja­vík­ur­borg sent öll­um verk­tök­um og ráðgjöf­um sem komu að verk­inu form­legt bréf þar sem til­kynnt er um mögu­lega hönn­un­ar- og/​eða fram­kvæmdagalla.

Fjöldi fyr­ir­tækja kom að hönn­un og fram­kvæmd­um

Hátt í níu aðilar komu að hönn­un, fram­kvæmd og eft­ir­liti leik­skól­ans. Arki­tekt­úrs­stof­an Arkís ehf. var aðal­hönnuður, Þarfaþing ehf. var aðal­verktaki, Arka­mon ehf. sá um burðar­virki og Verk­sýn ehf. fór með eft­ir­lit.

Brákar­borg var áður til húsa í Brákar­sundi 1 í Laug­ar­dal en flutti í ág­úst árið 2022 í ný­byggt hús­næði við Klepps­veg 150-152, þar sem kyn­líf­stækja­versl­un­in Adam og Eva var áður til húsa.

Vígja nýja leik­skóla­bygg­ingu á morg­un (mbl.is)

Starf­sem­in tek­ur breyt­ing­um

Ólöf seg­ir að ekki sé kom­in kostnaðaráætl­un fyr­ir fram­kvæmd­irn­ar en ger­ir ráð fyr­ir að þær hlaupi á tug­um millj­óna króna.

Fram­kvæmd­ir hóf­ust um leið og gall­inn kom í ljós og mun starf­semi skól­ans taka tíma­bundn­um breyt­ing­um á meðan þær standa yfir. Þá verður tekið á móti börn­um eft­ir sum­ar­leyfi í hús­næði við Ármúla 28-30.

Ólöf seg­ir að ekki sé tíma­bært að spá um hvenær starf­sem­in muni fara aft­ur í sitt eðli­lega horf en seg­ir að fram­kvæmd­irn­ar geti tekið ein­hverja mánuði.

Loka þarf leik­skóla­hús­næðinu vegna galla við hönn­un eða bygg­ingu skól­ans. Álag af steypu og torfi og þaki leik­skól­ans reynd­ist of mikið og leggj­ast þarf í fram­kvæmd­ir vegna skemmda. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Sprung­ur á veggj­um

Ráðist var í út­tekt á hús­næði leik­skól­ans eft­ir að sprung­ur fóru að sjást á veggj­um og ein­hverj­ar hurðir voru tekn­ar að skekkj­ast í dyra­körm­um.

„Þá kom í ljós að burður­inn sem held­ur uppi þak­inu er ekki í sam­ræmi við nú­gild­andi staðla. Sprung­urn­ar eru þó ekki til­komn­ar vegna þess, en ekki ligg­ur hvað olli sprung­un­um og er það nú til skoðunar,“ seg­ir Ólöf í sam­tali við mbl.is

Nú ligg­ur fyr­ir að reiknað álag frá ásteypu­álagi og torfi á þak­inu var meira en til­greint var á teikn­ing­um.

„Það virðist vera pott­ur brot­in og við vit­um ekki hvort það sé í fram­kvæmd­inni eða ein­hverju öðru svo við erum bara að skoða hvað veld­ur og hver ber ábyrgð,“ seg­ir Ólöf.

Fluttu í hálf­klárað hús­næði

Reykja­vík­ur­borg fékk Grænu skófl­una fyr­ir bygg­ingu leik­skól­ans en þau eru veitt fyr­ir mann­virki sem byggt hef­ur verið með framúrsk­ar­andi vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um.

Stjórn­end­ur skól­ans stigu fram í kjöl­farið og furðuðu sig á þessu þar sem bygg­ing­in væri enn hálf­kláruð. Þá virkuðu ljós, glugg­ar og loftræst­ing­ar illa ásamt því að stór­virk­ar vinnu­vél­ar keyrðu fram og til baka á bíla­plan­inu á sama tíma og börn­in voru að koma og fara úr leik­skól­an­um.

Heimild: Mbl.is