Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

Opnun útboðs: Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

185
0

Úr fundargerð Byggðarráð Rangárþings ytra þann 10.07.2024

<>
Stækkun skólasvæðis Hellu 2.áfangi

Byggingarnefnd um uppbyggingu á skólahúsnæði á Hellu – 11 THT fór yfir stöðu útboða í þakfrágang, raflagnir, pípulagnir og loftræsingu. flest tilboð eru í samræmi við kostnaðaráætlun.

Byggingarnefndin leggur til að ganga til samninga við þá aðila sem eru með hagstæðustu tilboðin með tilliti til útboðssskilmála og verðs. THT er falið að yfirfara tilboðin og leggja fram minnisblað fyrir Byggðaráðsfund 10.júlí nk þar sem lagt er til við hverja skuli samið.

Samþykkt. Bókun fundar Lagt fram minnisblað frá Tómasi Hauki Tómassyni forstöðumanni eigna- og framkvæmdasviðs varðandi niðurstöður verðkannana í raflagnir, pípulagnir og loftræstingu.

Lagt er til að semja við lægstbjóðendur sem eru, TG raf ehf vegna raflagna að fjárhæð kr. 219.342.039, Lagnabræður ehf vegna pípulagna að fjárhæð kr. 68.796.060 og Blikksmíði ehf vegna loftræstingu að fjárhæð kr. 65.351.600 og sveitarstjóra falið að undirita samninga við viðkomandi aðila.

Samþykkt samhljóða.

Heimild: Ry.is