
Heljarinnar framkvæmdir standa nú yfir við Borgarbraut 63 í Borgarnesi en búið er að rífa Sumarliðahús og byrjað að höggva vel í klettinn sem er þar innar á lóðinni.
Í tilkynningu frá Borgarbyggð í gær kemur fram að fyrirhugað er vinna við sprengingar og er reiknað með að sprengt verði einu sinni á dag um klukkan 15.00, næstu daga.
Borgarverk sér um jarðvinnu og hefur Borgarverk sett sig í samband við starfsfólk fyrirtækja næst vinnusvæðinu.
Fyrirhugað er að á lóðinni rísi fjögurra hæða fjölbýlishús sem Brákarhlíð fasteignafélag byggir en um er að ræða samvinnuverkefni sem Nemendagarðar Menntaskóla Borgarfjarðar og hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð standa í sameiningu að. Nemendagarðar verða á neðstu hæð en íbúðir fyrir eldra fólk á efri hæðunum.
Heimild: Skessuhorn.is