Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Nýr vegkafli tekinn í notkun í Eyjafirði

Nýr vegkafli tekinn í notkun í Eyjafirði

62
0
Nýr vegur austan við Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. mbl.is/Þorgeir

Nýr veg­ur aust­an við Hrafnagils­hverfi í Eyj­ar­fjarðarsveit hef­ur verið tek­inn í notk­un.

<>

„Það má segja að gamli veg­ur­inn sé hætt­ur að virka sem gegn­um­keyrslu­veg­ur, sem er al­gjör­lega æðis­legt,“ seg­ir Finn­ur Yngvi Krist­ins­son, sveit­ar­stjóri Eyja­fjarðarsveit­ar, í sam­tali við mbl.is.

Nýr veg­ur aust­an við Hrafnagils­hverfi í Eyja­fjarðarsveit. mbl.is/Þ​or­geir

„Eyk­ur um­ferðarör­yggi mikið“

„Þetta breyt­ir öllu fyr­ir íbúa bæj­ar­ins og eyk­ur um­ferðarör­yggi rosa­lega mikið fyr­ir krakk­ana sem að ganga þarna dag­lega yfir í skól­ann,“ seg­ir Finn­ur.

Hann seg­ir að um­ferð hafi verið tölu­verð gegn­um bæ­inn og að meðal­hraðinn hafi verið langt yfir há­marks­hraða. Verið sé að vinna í að setja vegrið meðfram Eyja­fjarðará.

„Svo breyt­ir þetta því líka að nú er þetta orðin íbúðagata, þá get­um við dregið hraðann á henni niður í þrjá­tíu og byggt íbúðar­hús­næði að henni, sem ekki var hægt fyr­ir,“ seg­ir Finn­ur.

Heimild: Mbl.is