Home Fréttir Í fréttum Athugasemdir First Water vekja furðu

Athugasemdir First Water vekja furðu

74
0
Þorsteinn Víglundsson, talsmaður Heidelberg og forstjóri BM Vallár. – Mynd/Rúv

Talsmaður Heideldberg á Íslandi furðar sig á kröfu First Water um meiri upplýsingar sem bæjarstjórn hefur nú beðið um. Þær hafi allar komið fram í umhverfismati.

<>

Athugasemdir landeldisfyrirtækisins First Water vekja furðu, segir Þorsteinn Víglundsson talsmaður Heidelberg á Íslandi. First Water vilji upplýsingar sem komi fram í umhverfismati sem er lokið.

Við hefðum auðvitað óskað þess að félagið hefði kynnt sér umhverfismatsskýrsluna þegar hún lá til kynningar.
Bæjaryfirvöld í Ölfusi hafa samþykkt að krefja Heildelberg um nánari svör um mögulega umhverfishætttu vegna mölunarverksmiðju sem fyrirtækið vill reisa í Þorlákshöfn. Beiðnin kom frá fyrirtækinu First Water sem undirbýr landeldisstöð skammt frá. Umhverfismati var lokið þegar beiðnin barst.

„Þessar athugasemdir vöktu furðu okkar þar sem við teljum að það sé tekið á þessu öllu saman í umhverfismatsskýrslu verkefnisins,“ segir Þorsteinn.

Umhverfismatið
Upplýsinga er óskað frá Heidelberg um hávaða og titring vegna starfseminnar, mögulega rykmengun og hættu á mengunarslysi vegna hafnarstarfsemi. Svo gæti farið að umhverfismatið verði endurtekið.

Mynd/Heidelberg

„Það er hins vegar alveg ljóst að það er mjög mikilvægt fyrir nærsamfélagið í Þorlákshöfn að allar upplýsingar séu uppi á borðum og þess vegna sjáum við ekkert athugavert við að fara yfir þetta einu sinni enn, athuga hvort að það sé eitthvað sem hafi mögulega vantað í upplýsingagjöf sem við teljum þó ekki vera.“

Mögulega miklar tafir
Ákvörðun um hvort verksmiðjan verður byggð getur jafnvel tafist um nokkra mánuði. Þorsteinn segir að líkurnar á að hún rísi hafi þó ekki minnkað. Þetta sé eitt stærsta umhverfisverkefnið hér á landi þar sem framleitt verði umhverfisvænna sement en nú er gert, eða úr möluðu móbergi.

„Við hefðum auðvitað óskað þess að félagið hefði kynnt sér umhverfismatsskýrsluna þegar hún lá til kynningar til opinberra athugasemda eins og öllum var gefinn kostur á, að koma sínum athugasemdum þá á framfæri.“

Íbúakosning ræður því að lokum hvort verksmiðjan verður reist. Engar framkvæmdir eru hafnar af hálfu Heideilberg á staðnum.

Heimild: Ruv.is