Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2

Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2

79
0
Mynd: Landsnet

Framkvæmdir eru hafnar á ný við Suðurnesjalínu 2, framkvæmdir sem munu skila íbúum á svæðinu meira orkuöryggi, betri lífsgæðum og um leið færa okkur skrefi nær orkuskiptunum en Suðurnesjalína 2 er hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem gegnir þar lykilhlutverki.

<>

Framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélaga á leiðinni ásamt svæðisskipulagi og hafa öll fjögur sveitarfélögin á línuleiðinni samþykkt framkvæmdaleyfi.

Samið hefur verið við um 96% af landeigendum en ráðuneyti umhverfis- orku- og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum sem ekki hafa náðst samningar við.
Byrjað verður á slóðagerð og í kjölfarið verður borað fyrir stagfestum og undirstöður settar niður. Öllum helstu innkaupum og útboðum er lokið og möstur, leiðarar og annað efni komið í framleiðslu.

Stefnt er að því að línan verði tekin í rekstur haustið 2025.

Heimild: Facebooksíða Landsnets