Home Fréttir Í fréttum Langtum fleiri komast nú inn á íbúðamarkað

Langtum fleiri komast nú inn á íbúðamarkað

85
0
Kári S. Friðriksson er hagfræðingur hjá Arion banka. Hann vann áður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. RÚV – Barði Stefánsson

Kári S. Friðriksson hagfræðingur hjá Arion banka segir að fjöldi fólks komist nú inn á fasteignamarkaðinn í fyrsta sinn. Fyrstu kaupendum fjölgaði um rúmlega átta hundruð á fyrstu sex mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra.

<>

Hagfræðingur hjá Arion banka segir að fjöldi fólks komist nú inn á fasteignamarkaðinn. Fyrstu kaupendum fjölgaði um rúmlega átta hundruð á fyrstu sex mánuðum ársins, miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun voru fyrstu kaupendur 2.475 á fyrstu sex mánuðum ársins, en 1.650 í fyrra:

„Á fyrsta helmingi þessa árs þá voru 50% fleiri fyrstu kaupendur heldur en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Sem segir okkur bara að það er hellingur af fólki sem er að komast inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Kári S. Friðriksson. Fjárfestar hafi einnig látið til sín taka á þessum markaði:

„En þar erum við samt ekki bara með svona þessa hefðbundnu fjárfesta. Heldur erum við þar meðal annars með Þórkötlu sem er búin að kaupa upp helling af íbúðarhúsnæði hjá Grindavík.“

Þá séu einnig, inni í tölum um kaup fjárfesta á íbúðarhúsnæði, kaup óhagnaðardrifinna félaga og foreldrar sem eru að aðstoða börn við kaup á íbúð.

Heimild: Ruv.is