Home Fréttir Í fréttum Langþráð hótel gæti risið á næsta ári

Langþráð hótel gæti risið á næsta ári

80
0
Akranes. mbl.is/Árni Sæberg

Ef bjart­sýn­ustu spár ræt­ast get­ur bygg­ing nýs hót­els á Akra­nesi haf­ist á næsta ári. Þetta seg­ir Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi.

<>

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, benti á það í face­book­færslu í byrj­un mánaðar­ins að ekk­ert hót­el væri á Akra­nesi og fyr­ir vikið væri bæj­ar­fé­lagið ekki með þegar kæmi að ferðaþjón­ustu.

Í ann­arri face­book­færslu sem birt­ist í gær ít­rekaði Vil­hjálm­ur þetta og bætti við að finna þyrfti leiðir til að laða að fjár­festa til að reisa öfl­ugt hót­el á Akra­nesi. Þar spiluðu bæj­ar­yf­ir­völd stórt hlut­verk. Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sagði Akra­nes ein­mitt eiga mikið inni í ferðaþjón­ustu í viðtali við mbl.is á dög­un­um.

Har­ald­ur Bene­dikts­son, bæj­ar­stjóri á Akra­nesi

Ýmis­legt þarf að ganga upp
Spurður hvenær nýtt hót­el gæti risið á Akra­nesi seg­ir Har­ald­ur að fjár­fest­ir sem er ákveðinn í að byggja hót­el í bæn­um fari í verk­efnið um leið og deili­skipu­lag ligg­ur fyr­ir.

Horft hef­ur verið til svæðis við Jaðars­bakka í þess­um efn­um en í mars í fyrra und­ir­rituðu Akra­nes­kaupstaður, Ísold fast­eigna­fé­lag, Íþrótta­banda­lag Akra­ness og Knatt­spyrnu­fé­lag Akra­ness vilja­yf­ir­lýs­ingu um upp­bygg­ingu þar.

„Við þurf­um að láta ým­is­legt ganga upp í sam­starfi við íþrótta­hreyf­ing­una í þeim efn­um. Þá hang­ir á því líka upp­bygg­ing Akra­nes­kaupstaðar fyr­ir íþrótta­svæðið, end­ur­nýj­un valla og slík­ir hlut­ir. En ef bjart­sýn­ustu spár ræt­ast þá ætt­um við á næsta ári að hefja bygg­ingu hót­els,“ grein­ir Har­ald­ur frá.

Breiðin á Akra­nesi. Ljós­mynd/​Akra­nes­kaupstaður

Eng­inn fjár­fest­ir vegna Breiðar­inn­ar
Fyr­ir tveim­ur mánuðum greindi Morg­un­blaðið frá því að hinn heimsþekkti hönnuður Phil­ippe Starck hefði lýst yfir áhuga á að hanna hót­el á Breiðinni á Akra­nesi. Spurður út í það verk­efni seg­ir Har­ald­ur eng­an fjár­festi vera kom­inn að borðinu og að eng­in upp­bygg­ingaráform séu uppi sem stend­ur.

„Skipu­lags­mál á þessu svæði eru rétt að hefjast og þar eig­um við sam­tal við Brim, sem á þetta land, fyr­ir hönd­um nú á haust­dög­um,“ svar­ar hann og nefn­ir að Brim eigi um 90% af svæðinu en Akra­nes­kaupstaður um 10%.

260 íbúðir við Smiðju­velli
Varðandi aðrar fram­kvæmd­ir í bæn­um nefn­ir Har­ald­ur að til standi að aug­lýsa deili­skipu­lag fyr­ir 260 íbúða verk­efni við Smiðju­velli.

Það verk­efni fer af stað um leið og skipu­lag ligg­ur fyr­ir, lík­lega inn­an sex til átta mánaða, og verður þar á ferðinni „traust­ur bygg­inga­verktaki“.

Risa­stórt fram­kvæmda­ár
Al­mennt seg­ir bæj­ar­stjór­inn góðan gang í bygg­inga­starf­semi á Akra­nesi og að þetta ár verði stærsta fram­kvæmda­árið í bæn­um næst­um frá upp­hafi hvað varðar fjár­fest­ing­ar. Upp­bygg­ing á nýju íþrótta­húsi við Jaðars­bakka eigi að ljúka síðar á ár­inu, ásamt end­ur­bót­um við íþrótta­húsið við Vest­ur­götu.

Sömu­leiðis nefn­ir hann fram­kvæmd­ir við báða grunn­skóla bæj­ar­ins og fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu á Sements­reitn­um svo­kallaða. „Það eru óvíða meiri tæki­færi en á Akra­nesi,“ seg­ir hann og kveðst jafn­framt sann­færður um að Sunda­braut verði lögð með til­heyr­andi bú­bót fyr­ir Skaga­menn.

Heimild: Mbl.is