Home Fréttir Í fréttum Verkefnið mjög flókið en einstakt

Verkefnið mjög flókið en einstakt

127
0
Tafir hafa verið við framkvæmdina en Björgvin segir verkefnið ganga vel. Ljósmynd/Þorgeir Baldursson

Taf­ir hafa verið við fram­kvæmd­ir á lúx­us­hót­el­inu Höfði Lod­ge á Greni­vík, í Eyjaf­irði, en Björg­vin Björg­vins­son, einn eig­anda hót­els­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is að enn sé stefnt að því að opna hót­elið til prufu næsta vor og rúm­lega tveim mánuðum síðar eigi að opna hót­elið fyr­ir gest­um.

<>

Björg­vin rek­ur einnig þyrlu­skíðafyr­ir­tækið Vik­ing Helski­ing og skíðafyr­ir­tækið Scandic Gui­des ásamt Jó­hanni Hauki Haf­stein og mun hót­elið þjóna sem höfuðstöðvar þyrlu­skíðastarf­sem­inn­ar.

Búið er að opna fyr­ir bók­an­ir hjá tíðum skíðagest­um þeirra Björg­vins og Jó­hanns en stefnt er að því að al­menn­ing­ur geti byrjað að bóka sér gist­ingu á hót­el­inu í vet­ur.

Hót­elgest­ir geta notið út­sýn­is­ins og geta átt von á að sjá hval. mbl.is/Þ​or­geir

Fok­helt í ág­úst
Hót­elið verður 6.000 fer­metr­ar að flat­ar­máli og verða 42 hót­el­her­bergi og 28 starfs­manna­her­bergi. Björg­vin seg­ir að búið sé að koma öll­um her­bergj­um hót­els­ins fyr­ir og stefnt sé að því að húsið verði orðið fok­helt í ág­úst, Upp­haf­lega stóð til að það yrði fok­helt í maí.

Ýmsar ástæður eru fyr­ir töf­un­um á fram­kvæmd­inni en Björg­vin seg­ir að flókið sé að byggja á svæðinu, einkum vegna þess að það stend­ur á 50 metra háum kletti, 800 metr­um frá Greni­vík.

Þá þurfti að leigja fjög­ur stór frakt­skip til að flytja inn hús­ein­ing­ar fyr­ir hót­elið inn til lands­ins.

„Verk­efnið er mjög flókið en af því að það er flókið er það mjög ein­stakt,“ seg­ir Björg­vin.

Útsýni yfir Eyja­fjörðinn í hverju her­bergi
Eins og fyrr seg­ir er hót­elið staðsett á 50 metra háum kletti, skammt frá Greni­vík, og er út­sýni yfir Eyja­fjörðinn frá her­bergj­um hót­els­ins.

„Það verða all­ir orðlaus­ir þegar þeir koma upp á klett­inn. Það bregst varla að þú sjá­ir ekki hval út­frá hús­inu og það er nátt­úru­lega ótrú­lega ein­stakt,“ seg­ir Björg­vin.

Heimild: Mbl.is