Home Fréttir Í fréttum 726 milljóna hagnaður hjá GG

726 milljóna hagnaður hjá GG

194
0
Gylfi Gíslason er framkvæmdastjóri og einn eigenda GG. Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 9,2 milljörðum króna og jukust um 48% milli ára.

<>

Samstæða GG ehf., sem inniheldur meðal annars Jáverk, hagnaðist um 726 milljónir í fyrra, samanborið við 155 milljóna hagnað árið 2022.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 9,2 milljörðum og jukust um 48% milli ára en sala eigin verkefna auka reikningshaldslegar tekjur verulega. Kostnaður vegna eigin verkefna er eignfærður en hann jókst einnig umtalsvert.

Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Gíslason eiga sitt hvorn 40% hlutinn í GG og er Gylfi jafnframt framkvæmdastjóri.

Heimild: Vb.is