Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fram­kvæmdir við Suður­ne­sja­línu 2 hefjast á næstu dögum

Fram­kvæmdir við Suður­ne­sja­línu 2 hefjast á næstu dögum

100
0
Rafmagnslínur á Reykjanesi. VÍSIR/VILHELM

Framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2 hefjast á næstu dögum, en með tilkomu línunnar verður flutningskerfi raforku sveigjanlegra á Suðurnesjunum og mun afhendingaröryggi aukast til muna.

<>

Framkvæmdin við Suðurnesjalínu 2 er á aðalskipulagi allra sveitarfélaga á leiðinni ásamt svæðisskipulagi, og hafa öll fjögur sveitarfélögin álínuleiðinni samþykkt framkvæmdaleyfi.

Samið hefur verið við um 96 prósent af landeigendum en ráðuneyti umhverfis- orku og loftslagsmála hefur heimilað eignarnám á þeim jörðum sem ekki hafa náðst samningar við.

Í tilkynningu Landsnets segir að með tilkomu línunnar, ásamt Reykjaneslínu 1 og spennistöðvar á Njarðvíkurheiði, verði flutningskerfið sveigjanlegra í rekstri og afhendinaröryggi á Suðurnesjum muni aukast til muna.

Nægjanleg flutningsgeta verði til ráðstöfunar sem geti mætt stærri frávikum þegar stórar framleiðslueiningar eða stærri notendur aftengjast kerfinu skyndilega eða til lengri tíma t.d. vegna viðhalds.

Heimild: Visir.is