Ný austurálma mun stækka flugstöðina um 30% og er lykilþáttur í framtíðarþróun KEF.

Framkvæmdir ganga vel og mun hluti af annarri hæð álmunnar opna bráðlega með nýju veitingasvæði í brottfararsal.

Önnur hæð álmunnar mun opna með fjórum nýjum landgöngum og nýju rútuhliði. Farþegasvæði mun stækka til muna og ný salerni verða tekin í notkun.

Um mitt síðasta ár opnaði fyrsti hluti álmunnar og nýtt farangursflokkunarkerfi í kjallara var tekið í notkun ásamt nýjum komusal fyrir gesti.

Heimild: Vf.is/Isavia