Home Fréttir Í fréttum Gagn­rýn­ir fram­kvæmd­ir OR á Sæ­braut

Gagn­rýn­ir fram­kvæmd­ir OR á Sæ­braut

352
0
Mynd: mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Hægt hefði verið að kom­ast hjá bæði mikl­um kostnaði og um­ferðartrufl­un­um ef fram­kvæmd­ir við Sæ­braut um helg­ina hefðu verið boðnar út, að mati jarðvinnu­fyr­ir­tæk­is með víðtæka reynslu af sams­kon­ar verk­efn­um.

<>

Veit­ur, dótt­ur­fé­lag Orku­veitu Reykja­vík­ur, sér um verkið á Sæ­braut nærri gatna­mót­un­um við Skeiðar­vog og Klepps­mýr­ar­veg en verið er að leggja þar vatns­lögn und­ir Sæ­braut­ina. Verða ak­rein­ar lokaðar til skipt­is í dag og á morg­un og um­ferð beint um hjá­leiðir.

Jarðvinnu­fyr­ir­tækið Línu­bor­un bauð 1,2 millj­ón­ir í verkið, sem sam­kvæmt þeirra mati myndi taka um fjór­ar klukku­stund­ir í bor­un, auk upp­setn­ing­ar og frá­gangs, og ekki krefjast þess að lokað væri fyr­ir um­ferð á meðan.

Fyr­ir­tækið hef­ur sinnt viðlíka verk­efn­um frá ár­inu 1999 og boraði síðast und­ir Sæ­braut­ina fyr­ir Orku­veit­una árið 2011. Erfitt hef­ur þó reynst að sækja verk­efni til Orku­veit­unn­ar að sögn Rein­holds Björns­son­ar, verk­stjóra hjá Línu­bor­un. „Það er mjög erfitt að vinna fyr­ir Orku­veitu Reykja­vík­ur því þeir vilja stýra verðinu okk­ar.“

Metið sem svo að útboð væri óþarft

Ekki var ráðist í útboð á verk­inu þar sem ekki var talið fýsi­legt að bora í gegn­um klöpp, sem Veit­ur töldu liggja grunnt und­ir göt­unni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Orku­veit­unni.

„Það var skoðað upp­haf­lega að bora þetta en það var talið að það væri of mik­il klöpp þarna til þess að bora. Þess vegna varð sú leið ekki ofan á í þetta skiptið og ákveðið að vinna þetta með eig­in mannafla,“ seg­ir Ei­rík­ur Hjálm­ars­son upp­lýs­inga­full­trúi Orku­veitu Reykja­vík­ur.

Leggja þarf lögn­ina vegna efl­ing­ar bruna­varna með úðara­kerfi í hús­un­um fyr­ir neðan göt­una en það er Olís sem stend­ur að þeim fram­kvæmd­um og mun greiða Veit­um fyr­ir lagn­ingu nýju kalda­vatns­leiðslunn­ar. Kostnaðarmat lá ekki fyr­ir þegar mbl.is ræddi við Ei­rík í dag.

Furðuleg­ur mála­til­búnaður Orku­veit­unn­ar

Þess­ar skýr­ing­ar Orku­veit­unn­ar seg­ir Rein­hold þó ekki stand­ast skoðun. Bæði seg­ir hann það vel fært að bora fyr­ir lögn­inni í gegn­um klöpp og þar fyr­ir utan beri um­merki á staðnum það ekki með sér að þar séu menn að vinna á klöpp.

„Ég er bú­inn að bora hundruði metra í klöpp og það væri leik­ur einn að bora þarna í gegn. Maður skil­ur ekki hvað þeir eru að gera. Þeir eru ekki að segja satt því ég fór og skoðaði þetta í gær. Það er eng­in klöpp þarna, þetta er bara mold. Það er ein traktors­grafa með fleyg þarna og hún vinn­ur ekki á klöpp,“ seg­ir Rein­hold.

Aldrei fyr­ir minna en 1,2 millj­ón­ir

Aðspurður um hvað Veit­um, eða móður­fé­lag­inu Orku­veit­unni, gæti gengið til með þessu seg­ir Rein­hold það lík­leg­ast vera rekj­an­legt til þess að ytri aðili fjár­magni verkið.

„Ég tel það vera vegna þess að Orku­veit­an get­ur rukkað Olís fyr­ir þetta verk. Þetta er stórfurðulegt mál með Orku­veit­una og mann­skap­inn hjá þeim, að gera þetta um helgi í næt­ur­vinnu­kaupi með all­an þenn­an mann­skap og flota af tækj­um.

Ég gæti gert þetta á virk­um degi og truflað um­ferð ekki neitt, því bor­inn væri á öðru plani. Þeir gætu aldrei tekið þenn­an veg í sund­ur fyr­ir minna en þenn­an 1.200 þúsund kall, fyr­ir utan sam­an­lagða kostnaðinn fyr­ir alla aðra sem þurfa að leggja á sig aukrakrók fram­hjá lok­un­inni.“

Heimild: Mbl.is