Home Fréttir Í fréttum Viðamikil uppbygging fyrirhuguð á Mánabraut á Akranesi

Viðamikil uppbygging fyrirhuguð á Mánabraut á Akranesi

94
0

Í gær var skrifað undir viljayfirlýsingu um viðamikla uppbyggingu á Mánabraut 20 á Akranesi.

<>

Í tilkynningu á vef Akraneskaupstaðar kemur fram að í því verkefni sé gert ráð fyrir aðstöðu fyrir ráðhús Akraneskaupstaðar, leiguhúsnæði fyrir stofnanir ríkisins á Akranesi og aðstöðu fyrir nýja heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar vesturlands á Akranesi (HVE).

Sigurður Ingi Jóhannsson , Fjármála- og efnahagsráðherra, Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri Akraness skrifuðu undir viljayfirlýsinguna í gær.

Viljayfirlýsingin felur í sér að Akraneskaupstaður hyggst endurbyggja Mánabraut 20 þar sem stefnt er að því að ný bygging muni hýsa ráðhús Akraneskaupstaðar og mögulega fleiri stofnanir sveitarfélagsins. Ríkið lýsir yfir áhuga á að leigja aðstöðu í nýju húsnæðinu fyrir starfsemi ríkisstofnana á Akranesi

Gamla skrifstofubygging Sementsverksmiðjunnar við Mánabraut 20, hefur til þessa dags verið í sameign Ríkis og Akraneskaupstaðar.

Mynd tekin við undirritun viljayfirlýsingar. Frá vinstri: Sigurður Ingi Jóhannsson , Fjármála- og efnahagsráðherra, Haraldur Benediktsson, bæjarstjóri, Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra.

Nú hefur Akraneskaupstaður eignast alla bygginguns og er hafinn undirbúningur að skipulagi.

Með viljayfirlýsingu þeirri sem gerð er jafnhliða kaupum Akraneskaupstaðar á eignarhlut Ríkisins er hægt að hefja samstarf um byggingu á nútímanlegri byggingu sem getur hýst ráðhús Akraneskskaupstaðar og mögulega fleiri stofnanir á vegum sveitarfélagsins.

Einnig er settur starfshópur með FSRE um að ný bygging verði leiguhúsnæði fyrir stofnanir ríkisins á Akranesi.

Tilkynninguna má lesa í heild sinni á vef Akraneskaupstaðar.

Heimild: Skagafrettir.is