Home Fréttir Í fréttum Eðlilegt að framkvæmdir kosti meira í dag

Eðlilegt að framkvæmdir kosti meira í dag

41
0
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er vissu­lega eins og öll önn­ur verk­efni á Íslandi í dag um­tals­vert dýr­ara held­ur en þegar menn lögðu af stað. Sam­göngu­vísi­tala hef­ur hækkað held ég um 30% á stutt­um tíma þannig það er al­veg eðli­legt að það hafi kostað meira. En fram­kvæmd­irn­ar ganga vel og þetta er stór­kost­leg fram­kvæmd,” seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, um fram­kvæmd­ir við Horna­fjarðarfljót.  

<>

Greint hef­ur verið frá því að kostnaður Vega­gerðar­inn­ar vegna fram­kvæmdanna við Horna­fjarðarfljót hafi farið fram úr gild­andi fjár­heim­ild­um Alþing­is svo millj­örðum skipt­ir. 

Horna­fjarðarfljót langt fram úr áætl­un

Fram­kvæmd­in við Horn­a­fjarðarfljót átti fyrst að kosta 4,9 millj­arða króna og átti kostnaðinum að vera skipt jafnt á milli rík­is og einkaaðila. Þrátt fyr­ir mis­heppnuð útboð var ákveðið að fara af stað með verk­efnið, án nægj­an­legra fjár­heim­ilda og aðkomu einkaaðila, og er nú kostnaður kom­inn upp í 8,9 millj­arða.  

Greint var frá því á dög­un­um að önn­ur stór verkút­boð sem stóðu til á ár­inu hefðu verið sett á ís vegna fram­kvæmd­anna við Horna­fjarðarfljót. Var talið að fram­kvæmd­irn­ar væru að soga til sín fjár­magn sem átti að nýta í önn­ur verkút­boð. 

Sagði þá í til­kynn­ingu frá stjórn Vest­fjarðastofu að verið væri að svíkja gef­in lof­orð og að óboðlegt væri að ekki yrði farið í verkút­boð á vega­fram­kvæmd­um í Gufu­dals­sveit og á Dynj­and­is­heiði á þessu ári.