Home Fréttir Í fréttum Verksamningur um þriðja áfanga Urriðaholtsskóla gerður við Þarfaþing ehf.

Verksamningur um þriðja áfanga Urriðaholtsskóla gerður við Þarfaþing ehf.

113
0
Mynd: Garðabær

Úr fundargerð Bæjarráðs Garðabæjar þann 02.07.2024

<>
4. 2209699 – Verksamningur um þriðja áfanga Urriðaholtsskóla.
Lægstbjóðandi í þriðja áfanga Urriðaholtsskóla, Þarfaþing ehf., hefur skilað inn fullnægjandi gögnum í samræmi við kafla 0.1.11. í útboðs- og verklýsingum.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda. Samningsfjárhæðin er kr. 2.449.005.747.

Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings, sem þegar er liðinn.

Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.

Bæjarráð vísar samningnum til undirritunar bæjarstjóra, að framangreindum skilyrðum uppfylltum.

Heimild: Garðabær