Home Fréttir Í fréttum Íslandsbankahúsið rústir einar

Íslandsbankahúsið rústir einar

102
0
Það sem eitt sinn var stórt og virðulegt hús við Kirkjusand er nú rústir einar. VÍSIR/VILHELM

Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi er rústir einar. Unnið hefur verið að niðurrifi hússins í rúma tvo mánuði.

<>
VÍSIR/VILHELM

Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir. Síðar kom í ljós að húsið væri það illa farið að þörf væri á að rífa það. Mygla hafði greinst í húsinu og starfsfólk veikst af þeim sökum. Húsið stóð autt og rotnaði niður í sjö ár áður en hafist var handa við að rífa það í febrúar á þessu ári.

VÍSIR/VILHELM

Í apríl á þessu ári sagði Andrés B. Sigurðsson sem hefur umsjón með verkinu að það gangi vel en sé gríðarlega umfangsmikið. Það muni taka nokkra mánuði að „klippa húsið niður“.

Íbúðir rísa í stað bankans gamla.
VÍSIR/VILHELM

Áætlað er að hverfið á Kirkjusandi verði heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis.

Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók eftirfarandi myndir af ástandinu á húsinu í gær.

Lítið eftir.
VÍSIR/VILHELM
Töluvert veggjakrot er á veggjum hússins.
VÍSIR/VILHELM
VÍSIR/VILHELM
VÍSIR/VILHELM
VÍSIR/VILHELM

Heimild: Visir.is