Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi er rústir einar. Unnið hefur verið að niðurrifi hússins í rúma tvo mánuði.

Íslandsbankahúsið var rýmt í byrjun árs 2017 eftir upp komst um rakaskemmdir. Síðar kom í ljós að húsið væri það illa farið að þörf væri á að rífa það. Mygla hafði greinst í húsinu og starfsfólk veikst af þeim sökum. Húsið stóð autt og rotnaði niður í sjö ár áður en hafist var handa við að rífa það í febrúar á þessu ári.

Í apríl á þessu ári sagði Andrés B. Sigurðsson sem hefur umsjón með verkinu að það gangi vel en sé gríðarlega umfangsmikið. Það muni taka nokkra mánuði að „klippa húsið niður“.

VÍSIR/VILHELM
Áætlað er að hverfið á Kirkjusandi verði heildstætt og þétt með allt að 300 íbúðum auk atvinnuhúsnæðis.
Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari Vísis tók eftirfarandi myndir af ástandinu á húsinu í gær.

VÍSIR/VILHELM

VÍSIR/VILHELM



Heimild: Visir.is