Home Fréttir Í fréttum Enn verið að meta heildartjón Kringlunnar

Enn verið að meta heildartjón Kringlunnar

32
0
Altjón varð í samtals um tíu verslunum á annarri og fyrstu hæð Kringlunnar. RÚV

Starfsemi í Kringlunni er að færast í samt horf eftir brunann í júní. Altjón varð í tíu búðum en enn er ekki ljóst hvert heildartjónið var.

<>

Tryggingafélög meta enn tjónið sem verslanir urðu fyrir eftir að kviknaði í þaki Kringlunnar þann 15. júní. Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, segist reikna með að einhverjar vikur geti liðið þar til félögin gefi út tölur.

„Við semsagt opnuðum þarna 20. júní og eftir það hafa níu búðir bæst við til viðbótar. Svo eru búðir, kannski sex sjö talsins sem að geta hafið starfsemi um leið og þau fá vöru, þannig að það er svosem ekkert tjón inni í verslununum sem slíkt,“ segir Inga Rut.

Tjónið er að mestu staðbundið í húsinu en altjón varð í samtals um tíu verslunum á annarri og fyrstu hæð. Inga segir starfsemina vera að komast í eðlilegra horf.

„Yfir þessa daga þá erum við búin að vera með svona níutíu prósent aðsókn en í gær vorum við alveg á pari miðað við sama dag og í fyrra. Þannig að þetta er allt að komast í rétta mynd myndi ég segja.“

Heimild: Ruv.is