Home Fréttir Í fréttum Opnun útboðs: Gnúp­verja­vegur (325), Mön – Ásaskóli

Opnun útboðs: Gnúp­verja­vegur (325), Mön – Ásaskóli

175
0

Vegagerðin býður hér með út gerð og endurmótun Gnúpverjavegar (325).  Um er að ræða styrkingu á um 1 km löngum vegarkafla frá Mön að Ásaskóla auk útlagningar burðarlags og klæðingar á veginn og aðliggjandi tengingar.

<>
Helstu magntölur:
Skeringar
800 m3
Fylling
1.100 m3
Fláafleygar
300 m3
Styrktarlag
1.200 m3
Burðarlag
1.100 m3
Tvöföld klæðing
6.000 m2
Frágangur fláa
6.600 m2

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign  frá og með 18. júní  2024 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. júlí 2024.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.