Home Fréttir Í fréttum Engar háspennulínur fyrr en hinar fara

Engar háspennulínur fyrr en hinar fara

246
0
Ósk Landsnets um að fá að leggja raflínum um Hafnarfjörð vegna Suðurnesjalínu 2 verður ekki tekin fyrir fyrr en samið hefur verið um að fjarlægja þrjár aðrar háspennulínur í lofti yfir Vallahverfi. Þetta segir formaður skipulagsráðs Hafnarfjarðarbæjar.

Ríflega níu hundruð íbúar á Völlunum í Hafnarfirði hafa mótmælt fyrirhugaðri háspennulínu. Tæpt ár er síðan Landsnet óskaði eftir framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar fyrir lagingu Suðurnesjalínu 2 frá Hamranesvirki að bæjarmörkum við sveitarfélagið Voga.

<>

Hafnarfjarðarbær kallaði eftir athugasemdum vegna málsins og tóku bæjarbúar á Völlunum sig til og söfnuðu undirskriftum þeirra sem eru andvígir nýjum loftlínum í hverfinu. Ríflega 900 undirskriftir söfnuðust en um 4.300 búa í hverfinu.

Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðarbæjar, segir að þegar kallað hafi verið eftir athugasemdum hafi verið gert ráð fyrir loftlínu á Völlunum. „Nú liggur fyrir að sú lína verður lögð í jörð ca 2 kílómetra frá byggð, frá Hamranesspennivirkinu. En að sjálfsögðu erum við mjög ánægð með samtakamátt íbúa á Vallasvæðinu því að það styrkir okkur sem erum að semja við Landsnet og við höfum þá ennfrekara bakland og gott bakland sem íbúarnir eru. Því erum að tala um meira en þessa Suðurnesjalínu, við erum að tala um allar línurnar sem tengjast i lofti við Hamranesspennuvirkið,“ segir Ólafur.

Samið var um að Hamraneslína, Ísallína og Suðurnesjalína 1 yrðu fjarlægðar eða settar í jörð ekki seinna en árið 2017. Síðan þá hefur verið gert nýtt samkomulag um að Hamraneslína verði farin árið 2020. Ólafur Ingi segir að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 verði ekki tekið fyrir fyrr en samið hafi verið um brotthvarf loftlínanna þriggja. Hann vonast til þess að þetta verði komið til framkvæmda sem fyrst.

Heimild: Rúv.is