Home Fréttir Í fréttum Af hverju gerir unga kynslóðin ekki uppreisn?

Af hverju gerir unga kynslóðin ekki uppreisn?

64
0

„Að argast út í verðtrygginguna er ekki ósvipað og blóta reyknum sem fylgir eldinum í stað þess að slökkva einfaldlega eldinn,“ segir kaupmaðurinn Margrét Kristmannsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka verslunar og þjónustu en hún segir nóg komið af vaxtaokri á Íslandi. Segir hún afleita valkosti blasa við ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á húnsæðismarkaðnum.

<>

Í pistli á hringbraut.is veltir Margrét fyrir sér þeirri framtíð sem blasir við ungum Íslendingum. Sjálf segist hún vera af þeirri kynslóð sem þekki ekkert annað en verðtryggð lán. Ungt fólk í dag geti svos sem sneitt fram hjá verðtryggingunni og ákveðið að taka eingöngu óverðtryggð lán:

Verðtryggingin er þó ekkert annað en mælieining – ekki orsakavaldur.
Hún segir einfalda en dapurlega sviðsmynd blasa við unga fólkinu: taka verðtryggð fasteignalán með +/- 4% vöxtum eða óverðtryggð lán með +/- 8% vöxtum. Báðir kostirnir séu afleitir og ekkert virðist benda til þess að ástandið muni breytast:

Engin ný peningastefna – engin framtíðarsýn – bara haldið áfram á sömu braut ár eftir ár eftir ár. Þar sem breytingum er þó lofað með reglulegu millibili um að þetta standi allt til bóta með betri hagstjórn – sem sé rétt handan við hornið.
Þá kveður hún fast að orði og segir að unga fólkið eigi einfaldlega ekki að sætta sig við þessa valkosti heldur krefjast sömu lánakjara og bjóðist í nágrannalöndunum:

Þau eiga einfaldlega að taka málin í sínar hendur og ýta í burtu kynslóðinni sem hefur reynst ofviða að gera lífskjörin hér eins og þau best geta orðið.

Heimild: Pressan.is