Home Fréttir Í fréttum Nýir fjár­fest­ar við Hörpu­hót­el

Nýir fjár­fest­ar við Hörpu­hót­el

133
0
Teikning af hótel við Hörpu

Verið er að leggja loka­hönd á aðkomu banda­rískra kjöl­festu­fjár­festa að Hörpu­hót­el­inu sem áformað er að verði fyrsta fimm stjörnu hót­el lands­ins. Áður hafði hóp­ur ind­verskra fjár­festa, und­ir nafn­inu Auro in­vest­ment, komið að mál­inu ásamt Mann­viti og arki­tekta­stof­unni T.Ark. Síðasta haust sagði Auro hóp­ur­inn skilið við verk­efnið og Ari­on banki kom inn með nýtt fjár­magn. Stefnt er að því að loka fjár­mögn­un­inni með aðkomu banda­ríska hóps­ins, en sam­starfið verður kynnt bet­ur í næstu viku.

<>

Fjár­magn og reynsla af hót­elupp­bygg­ingu

Tryggvi Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri mann­virkja hjá Mann­vit og for­svarsmaður Kolu­fells sem sér um upp­bygg­ing­una, seg­ir í sam­tali við mbl.is að banda­rísku fjár­fest­arn­ir hafi byggt mörg lúx­us­hót­el í Banda­ríkj­un­um og komi því bæði með fjár­magn og tals­verða reynslu af hót­elupp­bygg­ingu inn í mynd­ina.

Aðspurður hvort ákveðið hafi verið hvaða nafn eða hót­elkeðju hót­elið muni til­heyra seg­ir Tryggvi ekki rétt að segja til um það enn sem komið er. Hann seg­ir að þrátt fyr­ir breyt­ingu inn­an hóps­ins og aðkomu Ari­on banka og banda­rísku fjár­fest­ana hafi ekk­ert breyst varðandi stærð hót­els­ins eða ásýnd. Aðspurður um ástæðu þess að Auro hóp­ur­inn fór frá verk­efn­inu seg­ir hann að þeir hafi byrjað verk­efnið á sín­um tíma en nú viljað fara út.

Löng saga hót­elæv­in­týr­is­ins

Hót­elæv­in­týrið við Hörpu á sér nokkuð langa sögu, en fyr­ir hrun var byrja að skoða mögu­lega hót­el­bygg­ingu á reitn­um. Í viðtali við mbl.is í fyrra sögðu for­svars­menn verk­efn­is­ins að þeir hefðu árið 2009 skoðað þar upp­bygg­ingu og svo árið 2011 þegar Sít­us, eign­ar­halds­fé­lag í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar og rík­is­ins, bauð lóðina til sölu hafi þeir hoppað til.

Sviss­nesk­ur hóp­ur átti hæsta boð

Hóp­ur­inn sam­an­stóð þá af Mann­viti, T.Ark og Auro in­vest­ment, en þeir áttu næst hæsta boð í lóðina. Sviss­neska fjár­fest­inga­fé­lagið World Leisure In­vest­ment átti hæsta boð upp á rúm­lega 1,8 millj­arð og fóru um tvö ár í samn­ingaviðræður við þá.

Auk hótelsins ætlar Kolufell að reisa fimm íbúðahús á lóðinni, en þar verða einnig verslanir.
Auk hót­els­ins ætl­ar Kolu­fell að reisa fimm íbúðahús á lóðinni, en þar verða einnig versl­an­ir á neðstu hæð.

Í apríl 2013 var aft­ur á móti end­an­lega ljóst að sviss­neski hóp­ur­inn myndi ekki fara út í fram­kvæmd­irn­ar og því var kallað á Auro hóp­inn. Áfram reynd­ist vera áhugi þeirra á verk­efn­inu og í lok sum­ars­ins var greitt tæp­lega tvo millj­arða fyr­ir lóðina.

Fallið frá 450 her­bergja hug­mynd­inni

Upp­haf­legu hug­mynd­irn­ar hljóðuðu upp á 450 her­bergja hót­el, en þær voru fljót­lega slegn­ar af borðinu og það minnkað niður í 250 her­bergi auk þess sem fimm íbúðar­hús komu inn í mynd­ina með sam­tals 90 íbúðum og versl­un­um á neðstu hæð.

Heild­ar­fjárfest­ing um 14,4 millj­arðar

Á þess­um tíma var Bala Kam­allak­har­an í for­svari fyr­ir hóp­inn, en á bak við hann stóð Auro in­vest­ment hóp­ur­inn. Sagði hann í sam­tali við mbl.is að áætlað væri að heild­ar­fjárfest­ing vegna verk­efn­is­ins lægi í um 14,4 millj­örðum.

Í apríl á síðasta ári sagði Bala að ekki hafi verið ákveðið hvaða nafn hót­elið bæri, en að viðræður væru í gangi við Sherat­on, West­in og Le Méridien. Seinna sama ár sagði hann að mest­ar lík­ur væru á að hót­elið yrði und­ir nafni Marriott eða W Hotels, en W er í eigu sömu aðila og Sherat­on og West­in.

Nýir aðilar í eig­enda­hóp­inn og breytt nafn

Þegar Auro hóp­ur­inn keypti lóðina var stefnt að því að búið væri að klára fjár­fest­ing­una seinni hluta síðasta árs og að fram­kvæmd­ir gætu haf­ist í byrj­un þessa árs. Í októ­ber sagði Bala við mbl.is að fjár­mögn­un hefði tekið lengri tíma en áætlað hefði verið. Ljóst var að fram­kvæmd­ir myndu eitt­hvað drag­ast á þeim tíma.

Und­ir lok árs­ins breytt­ist eig­enda­hóp­ur­inn nokkuð eins og fyrr seg­ir og kom Ari­on banki inn í stað Auro in­vest­ment. Nafni fé­lags­ins var í kjöl­farið breytt í Kolu­fell ehf. Síðan þá hef­ur verið leitað að kjöl­festu­fjár­festi og verður hann nú kynnt­ur í næstu viku.

Heimild: Mbl.is