Home Fréttir Í fréttum Segir að borgaryfirvöld beiti brögðum til að losna við Reykjavíkurflugvöll

Segir að borgaryfirvöld beiti brögðum til að losna við Reykjavíkurflugvöll

100
0

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, minntist stuttlega á það í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í dag að vernda þyrfti Reykjavíkurflugvöll fyrir borgaryfirvöldum.

<>

Þetta sagði Sigmundur Davíð þegar hann ræddi um byggðamál.

„Það mun þurfa að fylgja nýjum áherslum í byggðamálum vel eftir á seinni hluta kjörtímabilsins.

Meðal þess sem mestu máli skiptir er að vel takist til við ljósleiðaravæðingu, að framkvæmdir við samgöngubætur komist aftur á skrið, að störfum fjölgi utan höfuðborgarsvæðisins, bæði opinberum störfum og störfum vegna fjárfestingar einkaaðila og að opinber þjónusta, ekki hvað síst á sviði heilbrigðis og menntamála verði efld frá því sem nú er,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við:

„Nú [á] öllum vera ljóst að grípa þarf til varna fyrir Reykjavíkurflugvöll og koma í veg fyrir að borgaryfirvöld grafi stöðugt undan flugvellinum og beiti brögðum til að losna við hann.“

Heimild: DV.is