Home Fréttir Í fréttum Enn verið að semja um Ölfusárbrú

Enn verið að semja um Ölfusárbrú

98
0
Ný Ölfusárbrú við Selfoss verður 330 metra löng og stöpull fyrir miðju verður um 60 metra hár, með stögum niður að brúargólfi. Teikning/Vegagerðin

Samn­ingaviðræður um bygg­ingu Ölfusár­brú­ar standa enn yfir milli Vega­gerðar­inn­ar og ÞG Verks. Upp­hæð til­boðsins hef­ur ekki verið gef­in upp, en áætlaður kostnaður við brúna er allt að 8 millj­arðar króna.

<>

Fimm fyr­ir­tæki óskuðu eft­ir að taka þátt í sam­keppn­isút­boði um verkið, eft­ir að það var aug­lýst á Evr­ópska efna­hags­svæðinu. Fjög­ur er­lend fyr­ir­tæki til­kynntu þátt­töku, þar af eitt í sam­starfi við Ístak, og síðan ÞG Verk.

For­stjóri Vega­gerðar­inn­ar lýsti op­in­ber­lega yfir ánægju með áhuga er­lendra aðila á verk­inu en niðurstaðan var sú að eng­inn þeirra skilaði inn til­boði, aðeins ÞG Verk. Þetta var í mars síðastliðnum.

Nán­ar má lesa um málið í laug­ar­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is