Home Fréttir Í fréttum Hönnun nýrrar legudeildar SAk komin á skrið

Hönnun nýrrar legudeildar SAk komin á skrið

24
0
Heilbrigðisráðherra, fulltrúar hönnuða, LSNH og SAk, við undirritun samninganna. Sjúkrahúsið á Akureyri

Í vikunni voru undirritaðir samningar um hönnun nýrrar byggingar fyrir legudeild Sjúkrahússins á Akureyri. Heilbrigðisráðherra segir ekkert því til fyrirstöðu að taka fyrstu skóflustunguna á næsta ári. Tafir séu það dýrasta við svona uppbyggingu.

<>

Nýbyggingin verður um 1.000 fermetrar og rís sunnan við núverandi byggingar Sjúkrahússins á Akureyri. Þar verða legudeildir skurð- og lyflækningadeildar ásamt dag-, göngu- og legudeildum fyrir geðdeild sjúkrahússins.

Mikil tímamót að hönnunin sé nú loks komin af stað.

Hönnunatreymi undir stjórn Verkís hf. hannar húsið í nánu samstarfi við Nýjan Landspítala ohf. og teymi frá SAk. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, segir það mikil tímamót að hönnunin sé nú loks komin af stað.

„Og ég við hrósa sjúkrahúsinu og þeim sem draga vagninn hér fyrir að hafa tekið upp samvinnu við NLSH ohf. sem heldur utanum Hringbrautarverkefnið og stýrihópinn, til þess að koma okkur á þennan stað hraðar.

Því þar er mikill þekkingarbrunnur og nú erum við komin í gegnum þetta með matsnefndinni hér, hvernig þetta á alltsaman að líta út, og búið að velja aðilann sem fer að klára verkið.“

Hönnunarmynd af Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt nýrri viðbyggingu fyrir legudeildir.
Verkís, TBL og JCA

„Munum reyna að hraða þessu sem kostur er“

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 7,3 milljörðum króna vegna framkvæmda við byggingu nýrrar legudeildar SAk. Áætlað er að jarðvinna hefjist strax á næsta ári og Willum segir að það muni standast.

„Já, það mun standast og við munum bara vinna að því öllum árum og reyna að hraða þessu sem kostur er. Þetta er búið að vera lengi, þegar við tölum um aðdragandann að þessu, og þá eigum við að geta….og eigum að hraða þessu bara eins og við mögulega getum.“

„Þegar við erum komin á þennan stað þá eru tafir það dýrasta í þessari uppbygginu. Og þetta er fullfjármagnað það sem er framúr á fjámálaáætlun.“

Heimild: Ruv.is