Home Fréttir Í fréttum JÁVERK skilar lífsferilsgreiningu fyrir Tívolíreitinn í Hveragerði

JÁVERK skilar lífsferilsgreiningu fyrir Tívolíreitinn í Hveragerði

109
0
Mynd: HMS.is

JÁVERK, verktakafyrirtæki, hefur að eigin frumkvæði skilað inn lífsferilsgreiningu (LCA) í LCA skilagátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fyrir verkefni við gamla Tívolí-reitinn í Hveragerði. Þetta er gert með það að markmiði að ná utan um kolefnislosun fyrirtækisins og vinna að því að minnka hana.

<>

JÁVERK hefur framkvæmt metnaðarfulla greiningu með því að nota hugbúnaðinn EG Sigma og stuðst við dönsk meðaltalsgildi, EPD blöð (Environmental Product Declarations) og íslensk meðaltalsgildi. Með þessu sýnir fyrirtækið frumkvæði og vilja til að hefja skil áður en skylda til að skila inn lífsferilsgreiningu tekur gildi þann 1. september 2025.

JÁVERK er að byggja upp reynslu með því að hefja vinnu við LCA greiningar. Fyrirtækið nefnir að kostirnir við að vinna slíka greiningu séu meðal annars betri yfirsýn yfir kolefnislosun verkefna og tækifæri til að bæta umhverfisárangur. Þrátt fyrir að greiningarnar taki tíma og séu áskorun, sé ávinningurinn ótvíræður. Áskoranirnar verði einnig auðveldari viðfangs með frekari reynslu allra aðila.

Lífsferilsgreining er lykilþáttur í að ná fram markmiðum um að minnka kolefnisspor í byggingariðnaði. Með því að framkvæma þessar greiningar geta fyrirtæki greint helstu þætti varðandi kolefnislosun og tekið upplýstar ákvarðanir um hvernig best sé að draga úr losun. Skil á LCA í skilagátt HMS er mikilvægt skref í átt að aukinni umhverfisvitund og ábyrgð innan byggingargeirans.

Þessi skil endurspegla metnað JÁVERKS til að vinna að sjálfbærum lausnum og draga úr kolefnislosun í byggingariðnaði. Þau sýna einnig mikilvægi þess að vera á undan skyldum og sýna ábyrgð og forystu í umhverfismálum.

Frekari upplýsingar um lífsferilsgreiningar má finna á vefsíðu HMS.

Heimild: HMS.is