Home Fréttir Í fréttum Flestar íbúðir hjá ÞG verki verið seldar

Flestar íbúðir hjá ÞG verki verið seldar

48
0
Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Verk­taka­fyr­ir­tækið ÞG Verk hef­ur hraðað upp­bygg­ingu nýrra verk­efna vegna góðrar sölu á ár­inu. Þor­vald­ur Giss­ur­ar­son, for­stjóri ÞG Verks, seg­ir óvænta eft­ir­spurn frá Grind­vík­ing­um, í kjöl­far ham­far­anna síðastliðið haust, hlut­deild­ar­lán og tak­markað fram­boð af nýj­um íbúðum meðal skýr­inga á góðri sölu að und­an­förnu.

<>

Vegna lít­ils fram­boðs, og vænt­inga um vaxta­lækk­an­ir, geri markaður­inn ráð fyr­ir að verð nýrra íbúða muni Tölvu­teikn­ing/Þ​G Verk Urriðaholt Svona munu íbúðirn­ar líta út sem ÞG Verk er að reisa við Gríms­götu í Urriðaholt­inu en all­ar íbúðir hafa nú þegar verið seld­ar.

Þor­vald­ur seg­ir fyr­ir­tækið hafa selt um 130 íbúðir á fyrri hluta árs­ins en ætla má að sölu­verðmæti þeirra sé tæp­ir 10 millj­arðar króna. Fram kom í Morg­un­blaðinu í lok mars að fyr­ir­tækið hefði selt rúm­lega 100 íbúðir á fyrsta árs­fjórðungi.

Í fyrsta lagi séu óseld­ar um 16 íbúðir af um 100 í Voga­byggð, þar með talið í Kugga­vogi. Í öðru lagi séu óseld­ar um 10 íbúðir af 162 í Sunnu­smára 1-13 suður af Smáralind.

Í þriðja lagi séu 33 íbúðir upp­seld­ar á Gríms­götu 2-4 í Urriðaholti. 91% til­búið til af­hend­ing­ar Sam­an­lagt eru því 269 af 295 íbúðum í þess­um hús­um seld­ar. Sam­svar­ar það um 91% íbúða sem til­bún­ar eru til af­hend­ing­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is