Home Fréttir Í fréttum Hafnar því að vegirnir séu ónýtir

Hafnar því að vegirnir séu ónýtir

30
0
Mikið álag er á vegum landsins. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við nátt­úru­lega viður­kenn­um ekki að veg­irn­ir séu ónýt­ir en það held ég að menn sjái það nú sem keyra norður í land,“ seg­ir Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is.

<>

Þar er hún að svara þeirri umræðu sem hef­ur verið í gangi um að hring­veg­ur­inn sé ónýt­ur að stór­um hluta.

Magnús E. Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Vörumiðlun­ar, lýsti yfir áhyggj­um sín­um af vega­kerf­inu í viðtali við Morg­un­blaðið í liðinni viku. Sagði hann að hring­veg­ur­inn al­veg frá Hval­fjarðargöng­um og norður í Skaga­fjörð væri ónýt­ur að stór­um hluta og að gefa sig und­an þunga.

For­stjóri Vega­gerðar­inn­ar er ekki sam­mála því að veg­irn­ir séu ónýt­ir en seg­ir upp­safnaða viðhaldsþörf vera vissu­lega mikla. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Þetta er nátt­úru­lega bara sama umræðan og mis­jafnt hvað menn ætla að taka djúpt í ár­ina,“ seg­ir Bergþóra. Hún seg­ir að upp­söfnuð viðhaldsþörf sé þó vissu­lega orðin mik­il og ástæðuna fyr­ir því vera skort­ur á viðhalds­fé og ald­ur­inn á vega­kerf­inu.

„Burðarlag í svona vegi end­ist í 25 til 30 ár og það er mikið af þess­um veg­um komn­ir akkúrat á það tíma­bil.“

Upp­bygg­ing á lands­byggðinni veld­ur álagi
Hún seg­ir álagið á vega­kerfið hafa stór­auk­ist í tengsl­um við upp­bygg­ingu á lands­byggðinni og nefn­ir þar fisk­eldi og ferðaþjón­ustu sem dæmi og seg­ir álagið dreifast um landið. „það er mikið fisk­eldi á aust­fjörðum og það er mikið fisk­eldi á vest­fjörðum, það er mikið álag á suður­landsund­ir­lend­inu því það er þyngri ferðamanna­straum­ur þar, þetta er svo sem víða.“

Burðarlag vega í Reyk­hóla­hrepp og Dala­byggð gaf sig snemma í vor og fór slitlag þar mjög illa á löng­um köfl­um. Því var ákveðið að fræsa slit­lagið á þess­um köfl­um sam­an við burðarlög veg­ar­ins, hefla út og þjappa. Þannig hafa veg­irn­ir verið síðan í byrj­un mars en til stend­ur að klæða þá í sum­ar.

Bergþóra seg­ir að veg­ur­inn á þessu svæði sé í raun­inni frá 1930 og end­ur­byggður á ár­un­um 1980 til 1990.

„En nátt­úru­lega með allt aðrar álags­hug­mynd­ir, það var eng­inn að velta fyr­ir sér að það kæmu tug­ir þúsunda tonna af fiski pakkaður í umbúðir á þess­um vegi þegar menn voru að laga hann á tí­unda ára­tug síðustu alda.“ Vitn­ar hún þá til flutn­inga á sjáv­ar­af­urðum sem eiga sér stað all­an sól­ar­hring­inn úr fisk­eld­um á sunn­an­verðum vest­fjörðum.

„Ég hef oft sagt að menn hafi lagt mikla áherslu á og stjórn­völd hafa verið nokkuð sam­mála um það að gera það sem hægt er til þess að stuðla að auk­inni upp­bygg­ingu at­vinnu á lands­byggðinni og það hef­ur bara tek­ist vel, en það nátt­úru­lega hef­ur í þörf með sér að menn þurfa aðra og sterk­ari innviði og það hef­ur ekki tek­ist eins vel,“ seg­ir Bergþóra

Ánægð með að strand­flutn­ing­ar komi í stað land­flutn­inga
Nú með til­komu auk­inna þunga­flutn­inga um landið, hef­ur Vega­gerðin eitt­hvað íhugað það að beita sér fyr­ir því að sjó­leiðin verði notuð meira til að hlífa veg­un­um?

„Við vit­um það að sjó­leiðin er notuð meira en var og það hef­ur ekki farið hátt en strand­flutn­ing­ar hafa auk­ist og við höf­um al­veg rætt við fyr­ir­tæki sem eru að nýta strand­flutn­inga og við höf­um auðvitað hvatt til þess,” seg­ir Bergþóra.

Hún seg­ir að aft­ur á móti séu marg­ar teg­und­ir flutn­inga sem henti ekki til strand­flutn­inga, menn þurfi að sín aðföng frá degi til dags og að flutn­ing­ar laxa­af­urða séu mjög tíma­háðar þannig að keyrt sé með þær á nóttu sem degi og í flug jafn­vel.

„Ég held að Norðmenn­irn­ir segi það þannig að það sé ekk­ert jafn tíma­bundið og dauður lax,“ seg­ir Bergþóra.

„Það eru eng­ar patent­lausn­ir í þessu en auðvitað erum við ofboðslega ánægð með það þegar skipa­flutn­ing­ar geta komið í stað land­flutn­inga, eða strand­flutn­ing­ar,“ seg­ir Bergþóra að lok­um.

Heimild:Mbl.is