Home Fréttir Í fréttum Nýtt hverfi í miðju Reykjavíkurborgar

Nýtt hverfi í miðju Reykjavíkurborgar

118
0
Horft yfir nýju byggðina á Ártúnshöfða. mbl.is/Sigurður Bogi

Mynd af íbúðabyggð er nú far­in að drag­ast upp í nýju hverfi á Ártúns­höfða í Reykja­vík.

<>

Við göt­una Eir­höfða er verk­taka­fyr­ir­tækið Arn­ar­hvoll nú að reisa fyr­ir Umbru bygg­ing­ar­fé­lag fjög­urra kjarna fjöl­býl­is­hús með sam­tals 96 íbúðum. Búið er að steypa húsið upp og frá­gang­ur að utan er að hefjast.

„Hverfið verður glæsi­legt og er nán­ast miðja höfuðborg­ar­svæðis­ins. Þarna eru spenn­andi mögu­leik­ar og mikið að ger­ast, en við ger­um ráð fyr­ir að íbúðirn­ar fari í sölu á næstu mánuðum.

Miðað er svo við af­hend­ingu þeirra til kaup­enda á fyrri hluta næsta árs,“ seg­ir María Rún­ars­dótt­ir, einn eig­enda Höfðakórs, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Heimild: Mbl.is