Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Akureyrabær. Gerð göngu-hjólastígs frá afleggjara upp að Hömrum og inn...

Opnun útboðs: Akureyrabær. Gerð göngu-hjólastígs frá afleggjara upp að Hömrum og inn í Kjarnaskóg

225
0
Stígsstæðið Mynd gn

Nesbræður ehf áttu lægsta tilboð í gerð göngu-hjólastígs frá afleggjara upp að Hömrum og inn í Kjarnaskóg til suðurs. Tilboð Nesbræðra hljóðaði upp á tæplega 33,3 milljónir króna.

<>

Umhverfis- og mannvirkjaráð hefur samþykkt að ganga til samninga um verkefnið, en þrjú tilboð bárust í það. Auk Nesbræðra buðu fyrirtækin Finnur ehf og Þverá Golf í verkið.

Þetta er seinni áfangi verksins, en sá fyrri var stígur sem liggur frá Naustahverfi, Kjarnagötu og að Hömrum.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar á umhverfis- og mannvirkjasviði segir að hugmyndin sé að hefja stígagerðina og ljúka verkinu með lagfæringum á gatnamótum Kjarnavegar/Hamravegar.  Stígurinn verður malbikaður frá Hamraafleggjara og að Kjarnaskógi.

„Um leið og við erum komin inn í skóginn breytist hann í sallastíg, en þar er slíkur stígur fyrir sem verður lagfærður,” segir Jónas. Einnig verða ljósastaurar settir upp alla leið inn í skóginn.

Áætlað er að ljúka verkinu fyrir næsta vetur.

Heimild: Vikufrettir.is