Home Fréttir Í fréttum Þrívíddarskanna landið með drónum áður en varnargarðurinn verður hækkaður

Þrívíddarskanna landið með drónum áður en varnargarðurinn verður hækkaður

60
0
Varnargarðurinn við Svartsengi. Reynt var að kæla hraunflauminn með köldu vatni fyrr í vikunni. Hann rennur enn áfram þótt gosið sé búið. RÚV – Ragnar Visage

Vinna við hækkun varnargarðsins við Svartsengi er enn í gangi. Nýja hraunið verður þrívíddarmælt með drónum og hraunflæðilíkan gert áður en ákvörðun verður tekin um hvort hækka eigi hann meira.

<>

Nýja hraunið úr eldgosinu við Sundhnjúksgígaröðina verður myndmælt með drónum áður en ákvörðun verður tekin um frekari hækkun varnargarðsins L1 við Svartsengi.

Þetta segir Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, sem unnið hefur að gerð varnargarðanna í eldgosunum á Reykjanesskaga.

Hún segir að nýja hraunið gæti á einhverjum köflum hjálpað til við að beina hrauninu norður.

„Þetta er greiningarvinna sem við erum að byrja á en samhliða þurfum við að bíða með að sjá að hraunið stoppi svo við sjáum hvert landið verður,“ segir Hörn.

Vinna við hækkun varnargarðsins var þegar hafin áður en það tók að flæða yfir hann fyrr í júní.

Það er til skoðunar hvort hækka eigi hann meira til að verjast frekari gosum við Sundhnjúksgígaröðina.

Hörn Hrafnsdóttir hefur unnið að gerð varnargarða frá því í fyrsta gosinu, við Fagradalsfjall 2021..
Vilhjálmur Þór Guðmundsson

Búa að reynslu og ítarlegum mælingum
Hörn segir að hraunflaumurinn þurfi að ná jafnvægi áður en það verður ákveðið hvort, og þá hvernig.

„Hann er alveg örugglega alveg að fara að ná jafnvægi nú á næstu dögum. Þá í rauninni notum við hraunflæðilíkön og hermum hraunflæði fyrir næsta gos ofan á nýtt land. Út frá því getum við tekið ákvörðun um hvernig við viljum hafa þessa hækkun á garðinum sem við erum að vinna í.“

Verkís hefur unnið að gerð varnargarða frá því í fyrsta gosinu, við Fagradalsfjall 2021. Þannig hefur landið verið mælt með drónum í samstarfi við Eflu og myndmælingafyrirtækið Svarma.

Notast er við þrívíddarskanna á drónum, sem tekur þrívíddarmyndir af yfirborðinu.

„Svo setjum við það inn í landlíkan og hermum svo ofan á það.“

Heimild: Ruv,is