Home Fréttir Í fréttum Gera ráð fyrir 40% íbúafjölgun í Hafnarfirði

Gera ráð fyrir 40% íbúafjölgun í Hafnarfirði

80
0
Húsnæðisáætlunin gerir ráð fyrir að þörf verði fyrir um 820 íbúðir á ári. Ljósmynd: Aðsend mynd

Hafnarfjarðarkaupstaður hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024.

<>

Hafnarfjarðarkaupstaður hefur staðfest endurskoðun á húsnæðisáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2024 en áætlunin gerir ráð fyrir að íbúum þar muni fjölga um 40% næstu tíu árin. Þetta kemur fram í greiningu HMS sem sýnir meiri fjölgun en fyrri spár gerðu ráð fyrir.

Húsnæðisáætlunin gerir ráð fyrir að þörf verði fyrir um 820 íbúðir á ári, 4.110 íbúðir á næstu fimm árum og 6.413 íbúðir á næstu tíu árum. Fullbúnar íbúðir þar voru samtals 407 í fyrra.

„Í marstalningu HMS voru 1.490 íbúðir í byggingu í Hafnarfirði og hafði þeim fækkað um 7% frá því í september 2023. Meirihluti íbúða í byggingu er í nýju hverfi við Hamranes og Skarðshlíð en mikil uppbygging hefur verið á því svæði síðustu ár. Fjöldi íbúða í byggingu er í takt við áætlaða íbúðaþörf samkvæmt mannfjöldaspá húsnæðisáætlunar.“

Þá segir að markmið Hafnarfjarðar sé að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða í nýjum hverfum ásamt þéttingu byggðar þar sem við á. Sveitarfélagið hafi nú þegar skipulagt lóðir fyrir 5.518 íbúðir og á næstu fimm árum verði sköpuð skilyrði fyrir byggingarhæfum lóðum fyrir allt að 3.993 íbúðir.

Heimild: Vb.is