Home Fréttir Í fréttum RARIK leggur bakrás í Hornafirði til að dæla húshitunarvatni niður í Hoffelli

RARIK leggur bakrás í Hornafirði til að dæla húshitunarvatni niður í Hoffelli

22
0
Húshitunarvatn Hornfirðinga safnast saman í brunni við gömlu fjarvarmaveituna og endar úti í sjó. RÚV – Rúnar Snær Reynisson

RARIK ætlar að leggja tuttugu kílómetra langa heitavatnslögn til að vernda jarðhitakerfið í Hoffelli og auka svigrúm fyrir áformaða uppbyggingu í Hornafirði. Notuðu húshitunarvatni sem hingað til hefur runnið út í sjó verður dælt niður aftur.

<>

Það var talsvert fyrirtæki þegar RARIK hitaveituvæddi Hornafjörð fyrir fjórum árum. Þá þurfti að sjóða saman vatnslögn langar leiðir frá jarðhitasvæðinu í Hoffelli. Þar eru borholur sem gefa um 35 lítra á sekúndu en svigrúm til nýtegninga og uppbygginar er takmarkað eigi að anna allri eftirspurn eftir heitu vatni.

Hornfirðingar eiga þó afgangsvatn í brunni við gömlu fjarvarmaveituna. Þangað fer vatnið úr ofnum Hornfirðinga og rennur út í sjó. Þá orku á nú að nýta eða skila niður í jarðhitasvæðið í

Bakrásin verður lögð frá Hornafirði og aftur inn í Hoffell svipaða leið og hitaveitulögnin var lögð fyrir fjórum árum.
RÚV – Grafík

i.

Þar hefur RARIK einmitt samið við Bláa lónið um að afhenda 3 sekúndulítra af heitu vatni í áformaðan baðstað og hótel. Áfanga í því var fagnað við rætur Hoffellsjökuls nýverið. Vatninu sem baðstaðurinn nýtir til hitunar verður dælt niður aftur og til að tryggja sjálfbærni auðlindarinnar vill RARIK gera hið sama við vatnið úr bænum.

 

Viðheldur svæðinu betur og eykur afkastagetuna
„Og nú ætlum við að nýta það. Það stóð alltaf til en var kannski áætlað að gera það tíu árum eftir að hitaveitan væri tekin í notkun. Við ætlum að flýta þeirri framkvæmd. Þannig viðhöldum við svæðinu mun betur og aukum afkastagetu þess,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri RARIK.

Bakrásin á að verða tilbúin á þarnæsta ári og kostar 3-400 milljónir króna. RARIK telur að þrátt fyrir talsverðan kostnað sé gott að geta aukið notkun og tekjur hitaveitunnar áhyggjulaust. „Þess þá heldur er samningur við baðstað eins og Bláa lónið og svo bara aukning á svæðinu mikilvægt til að auka tekjur og bæta afkomu veitunnar og allt samfélagið mun njóta þess,“ segir Magnús Þór.

Heimild: Ruv.is