Home Fréttir Í fréttum Styttist í opnun lokrekkjuhótelsins

Styttist í opnun lokrekkjuhótelsins

57
0
Verið er að klæða hótelbygginguna að utan. mbl.is/Baldur

Pálm­ar Harðar­son fram­kvæmda­stjóri Þingvangs seg­ir sam­setn­ingu lokrekkja/​svefn­rýma á Hverf­is­götu 46 vera á loka­stigi.

<>

„Hefðbund­inn frá­gang­ur inn­an­húss eins og flísa­lögn vot­rýma og mál­un inn­veggja er haf­inn. Einnig mun frá­gang­ur ut­an­dyra klár­ast í ág­úst­mánuði,“ seg­ir Pálm­ar.

Verk­taka­fyr­ir­tækið Þingvang­ur hef­ur sem kunn­ugt er samið við hót­elkeðjuna City Hub um út­leigu á Hverf­is­götu 46 til gistirekst­urs. Þingvang­ur á hús­eign­ina og er verið að inn­rétta þar gisti­stað fyr­ir allt að 188 gesti.

Pálm­ar seg­ir verklok áformuð í lok ág­úst­mánaðar eða í byrj­un sept­em­ber. City Hub áætli að hefja starf­semi seinni hluta sept­em­ber­mánaðar en hafi ekki gefið út op­in­ber­lega hvenær hægt verður að bóka gist­ingu.

Heimild: Mbl.is