Home Fréttir Í fréttum Hringvegurinn er ónýtur að stórum hluta

Hringvegurinn er ónýtur að stórum hluta

50
0
Umferðin hefur aukist mikið og þar koma til flutningar á afurðum lands og sjávar og ferðamennska, sem ég tel raunar að skili minnu í þjóðarbúskapinn en ef er látið, segir Magnús E. Svavarsson. mbl.is/Sigurður Bogi

„Ástand þjóðveg­anna er mjög slæmt og því finna bíl­stjór­arn­ir mín­ir vel fyr­ir. Und­ir­lag fjöl­förn­ustu leiða er mjög veikt; í sum­um til­vik­um er aðeins muln­ing­ur ofan á mold­inni og því gef­ur fljótt eft­ir þegar um­ferðin er mik­il,“ seg­ir Magnús E. Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri Vörumiðlun­ar hf. á Sauðár­króki.

<>

Fyr­ir­tækið er með mik­il um­svif í flutn­ing­um, þá ekki síst á afurðum utan af landi suður á bóg­inn. Þar veg­ur sjáv­ar­út­veg­ur­inn mjög þungt.

Sótti gos­drykki á Ak­ur­eyri
Starf­semi Vöru­flutn­inga Magnús­ar hófst vorið 1979 og er Magnús því bú­inn að starfa í 45 ár um þess­ar mund­ir. Á þeim tíma var Magnús eini starfsmaður­inn, gerði út bíl frá Sauðár­króki og fór tvisvar í viku á Ak­ur­eyri.

Slíkt fylgdi þá snjómokst­urs­dög­um. Magnús flutti afurðir úr Skagaf­irði til Ak­ur­eyr­ar og sótti þar og flutti til baka neyslu­vör­ur og aðföng, sem þá voru gjarn­an sótt í heild­versl­an­ir á Ak­ur­eyri. Þær aft­ur voru með umboð fyr­ir stóru fram­leiðslu­fyr­ir­tæk­in í Reykja­vík.

„Ég bæði sendi og sótti mikið í fyr­ir­tæki Sam­bands­ins á Ak­ur­eyri. Svo sótti ég líka ósköp­in öll af gos­drykkj­um og var með umboð fyr­ir Víf­il­fell, Ölgerð og Sanitas. Nú koma all­ar svona vör­ur beint að sunn­an,“ seg­ir Magnús þegar hann rifjar upp sög­una.

Volvo, Skania, Benz og Man
Magnús átti sjálf­ur og rak sína vöru­flutn­inga um langt ára­bil og þá varð Vörumiðlun til. Árið 1996 gerðist það að Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga kom inn í rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins, sem það eignaðist af fullu síðar. Magnús hef­ur þó alltaf haft fram­kvæmda­stjórn­ina með hönd­um enda öll­um hnút­um kunn­ug­ur.

Um­svif Vörumiðlun­ar eru mik­il. Alls er fyr­ir­tækið með í út­gerð um 80 flutn­inga­bíla, þar af um 60 stóra trukka sem svo eru kallaðir.

Þetta eru Volvo, Scania, Benz og Man; flór­an öll, enda er flot­inn stór. Sum­ir þess­ara bíla eru tíu hjóla og mega flytja alls 49 tonna farm. Í raun er landið allt und­ir í þess­ari flutn­inga­starf­sem­inni, enda þótt höfuðstöðvarn­ar séu á Sauðár­króki.

„Við höf­um stund­um leyft bíl­stjór­un­um að vera með í ráðum um val á bíl­teg­und­um. Þeim er best treyst­andi í því, rétt eins og þeir þekkja ástand veg­anna vel.“

Sauðár­krók­ur er einn mesti fram­leiðslu­bær lands­ins og er raun­ar að verða einn sá stærsti að því leyti, seg­ir Magnús. „Hér eru stór fisk­vinnsla, mjólk­ur­sam­lag, kjötiðnaðar­stöð og stein­ull­ar­verk­smiðja. Flutn­ing­ar frá þess­um fyr­ir­tækj­um eru mikl­ir.

Einnig sækj­um við fisk víða; svo sem frá Ak­ur­eyri og Dal­vík sem fer í fær­eysku skip­in sem eru í Evr­óp­u­sigl­ing­um frá Þor­láks­höfn. Einnig sækj­um við í nokkr­um mæli fisk á Snæ­fellsnesið og sinn­um flutn­ing­um á Suður­nesj­um og Suður­land­inu frá Hellu og aust­ur á Kirkju­bæj­arklaust­ur,“ seg­ir Magnús sem fylg­ist vel með ástandi veg­anna í gegn­um bíl­stjóra sína sem eru um 80 tals­ins.

Veg­ir eru að gefa sig und­an þunga
Magnús seg­ir að hring­veg­ur­inn al­veg frá Hval­fjarðargöng­um og norður í Skaga­fjörð sé ónýt­ur að stór­um hluta, þótt ein­hverj­ir smá­spott­ar séu í lagi. Veg­ir eru að gefa sig und­an þunga. Leiðin um Staf­holtstung­ur og Norðurár­dal í Borg­ar­fjörð er ónýt, Hrúta­fjörður­inn og stærst­ur hluti af Húna­vatns­sýsl­un­um.

„Nýi veg­ur­inn út á Skaga­strönd sem var tek­inn í notk­un fyr­ir nokkr­um miss­er­um var góð til­raun, ef svo mætti segja, en grjót­kast þar er viðvar­andi vanda­mál. Sum­ir veg­ir eru líka mjó­ir svo bíl­stjór­ar eiga erfitt með að mæt­ast.

Svo get­um við líka til­tekið vegi á öðrum slóðum sem eru ónýt­ir, svo sem Vest­fjarðaveg­ur í Döl­um og Reyk­hóla­sveit sem bók­staf­lega molnuðu í sund­ur. Þar flagnaði klæðning­in af á löng­um köfl­um svo nú eru þar aðeins mal­ar­braut­ir. Þarna get­ur líka komið til að efna­bland­an í klæðning­unni sé ekki rétt,“ seg­ir Magnús og bæt­ir við:

Þörf á mikl­um úr­bót­um
„Stóra breyt­an í þessu öllu varðandi sam­göng­urn­ar er samt sú að veg­ir lands­ins hafa á síðastliðnum 15 árum, eða al­veg frá efna­hags­hrun­inu, ekki fengið nauðsyn­legt viðhald vegna ónægra fjár­veit­inga.

Á sama tíma hef­ur um­ferðin auk­ist mikið og þar koma til flutn­ing­ar á afurðum lands og sjáv­ar og ferðamennska, sem ég tel raun­ar að skili minnu í þjóðarbú­skap­inn en ef er látið.

Þarna er því ein­hver skekkja í áhersl­um stjórn­valda, þannig að mik­il­væg­ir innviðir lands­ins gefa eft­ir. Helstu leiðir út frá borg­inni, svo sem á Kjal­ar­nes­inu, Reykja­nes­braut og veg­ur­inn aust­ur fyr­ir fjall, eru komn­ar í lag en víða ann­ars staðar þarf að gera mikl­ar úr­bæt­ur.“

Heimild: Mbl.is