Home Á döfinni Fyrirhugaðar opnanir útboða 17.07.2024 Klaustrið í Garðabæ – Samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur

17.07.2024 Klaustrið í Garðabæ – Samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur

44
0
Mynd: Garðabær

Garðabær leitar að áhugasömum og hæfum samstarfsaðila til að taka þátt í samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur á húsnæði Garðabæjar við Holtsbúð 87 í Garðabæ.

<>

Húsnæðið er betur þekkt undir heitinu Klaustrið og var áður í eigu Sankti Jósefssystra.

Í kaupsamningi Garðabæjar og systranna er kvöð, sem gildir til ársins 2028, um að húsnæðið verði nýtt fyrir starfsemi í þágu aldraðra eða annarrar sambærilegrar starfsemi á sviði mannúðar, heilbrigðismála, barna eða unglinga. Húsnæðið hefur verið í takmarkaðri notkun undanfarið og þarfnast skv. fyrirliggjandi ástandsmati töluverðs viðhalds og endurnýjunar.

Leitað er að aðilum sem t.d. væru tilbúnir til að:

  • Kaupa eða leigja húsnæðið að hluta eða í heild til að reka þar starfsemi sem rúmast innan ramma þeirra kvaða sem á því hvíla.
  • Sjá um viðhald og endurbætur húsnæðisins m.t.t. þeirrar starfsemi.

Garðabær hefur mikinn áhuga á að húsnæðið gangi í endurnýjun lífdaga hvað varðar endurbætur og gott viðhald og að það sé gætt nýju lífi með öflugri starfsemi sem tekur tillit til umhverfisins og íbúa í nágrenninu.

Útboðsgögnin eru aðgengileg á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni https://vso.ajoursystem.net/

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en miðvikudaginn 17. júlí 2024, kl. 14:00.

Útboðsgögn afhent: 15.06.2024
Skilafrestur: 17.07.2024 kl.14:00.
Opnun tilboða: 17.07.2024 kl.14:00.

Heimild: Garðabær