Home Fréttir Í fréttum Í­búða­verð tók kipp milli mánaða

Í­búða­verð tók kipp milli mánaða

65
0
Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Á síðustu tólf mánuðum hefur í­búða­verð hækkað um 8,4 prósent.

<>

Ný vísi­tala í­búða­verðs mældist 104,9 stig í maí og hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða sem er tals­vert meiri hækkun, sam­kvæmt Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun.

Í apríl­mánuði hækkaði vísi­talan um 0,8 prósent milli mánaða. Á síðustu tólf mánuðum hefur í­búða­verð hækkað um 8,4 prósent, sem er rúmum tveimur prósentu­stigum yfir verð­bólgu sem hefur mælst 6,2 prósent.

Sam­kvæmt HMS má rekja mánaðar­hækkun vísi­tölunnar nánast al­farið til verð­hækkunar á í­búðum í sér­býli sem nam um það bil 2,5 prósentum, saman­borið við 0,2 prósenta hækkun og 0,3 prósenta lækkun á í­búðum í fjöl­býli á höfuð­borgar­svæðinu og á lands­byggðinni.

Raun­verðs­hækkun vísi­tölu í­búða­verðs á árs­grund­velli nam 2,2 prósentum í maí en til saman­burðar hækkaði í­búða­verð um 0,4 prósent að raun­virði á árs­grund­velli í apríl.

HMS bendir á að raun­hækkun í­búða­verðs er drifin á­fram af verð­hækkunum á landinu öllu, en í­búða­verð hækkaði um­fram verð­bólgu bæði á höfuð­borgar­svæðinu og á lands­byggðinni.

„Árshækkun íbúðaverðs var mest á íbúðum í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu en slíkar íbúðir hækkuðu um 10,2 prósent á ársgrundvelli eða um 4 prósent umfram verðbólgu á tímabilinu. Verð á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði minna á milli ára, eða um 7,5 prósent.“

Samkvæmt HMS hækkaði íbúðaverð minna á landsbyggðinni á milli ára samanborið við höfuðborgarsvæðið.

Á landsbyggðinni nam hækkun íbúðaverðs 7,2 prósentum, eða einu prósenti umfram verðbólgu. Verð á íbúðum í sérbýli og fjölbýli á landsbyggð hefur hækkað álíka mikið.

Heimild: Vb.is