Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar fyrir skömmu en iðnaðarmenn voru að störfum að bræða tjörupappa.
Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Viðbragðsaðilar eru að vinna í að slökkva eldinn. Engin slys hafa orðið á fólki.
Uppfært klukkan 16:25

Jón býst við því að slökkviliðið verði lengi að. Þetta sé töluverð vinna og segir hann að rífa þurfi einhvern hluta af þakinu.
Heimild: Mbl.is