Home Fréttir Í fréttum United setur 9 milljarða í æfingasvæði sitt og framkvæmdir fara strax af...

United setur 9 milljarða í æfingasvæði sitt og framkvæmdir fara strax af stað

90
0

Sir Jim Ratcliffe er að setja 50 milljónir punda í Carrington æfingasvæði félagsins en það var hluti af samningi hans við Glazer fjölskylduna.

<>

Ratcliffe keypti tæp 28 prósent í United á þessu ári og er byrjaður að stýra félaginu.

Eitt af hans fyrstu verkum er að gera æfingasvæðið eins og best verður á kosið, hefur ekkert verið gert þar í mörg ár.

Nokkrir leikmenn hafa kvartað undan lélegum aðstæðum hjá United og Cristiano Ronaldo vakti athygli á þessu.

Ratcliffe hefur látið hanna breytingarnar eins og sjá má hér í fréttinni.

Heimild: DV.is