Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir fram úr heimildum

Framkvæmdir fram úr heimildum

109
0
Framkvæmdir við brúa- og vegagerði í Hornafjarðarfljóti eru í fullum gangi. Ljósmynd/Sigurjón Andrésson

Kostnaður Vega­gerðar­inn­ar vegna fram­kvæmda við Horna­fjarðarfljót hef­ur farið fram úr gild­andi fjár­heim­ild­um Alþing­is svo millj­örðum skipt­ir, en í aðgerðaáætl­un sam­göngu­áætlun­ar sem tek­ur til ár­anna 2020 til 2024 er gert ráð fyr­ir fram­kvæmda­fé til verk­efn­is­ins upp á 4,9 millj­arða á tíma­bil­inu.

<>

Þegar ákveðið var að ráðast í verk­efnið var gert ráð fyr­ir sam­fjár­mögn­un þess, rík­is­sjóðs ann­ars veg­ar og verk­taka hins veg­ar og miðað við jafna kostnaðar­skipt­ingu, en hvor aðili átti að leggja til helm­ing fjár­hæðar­inn­ar, þ.e. 2,450 millj­arða, en hlut verk­tak­ans átti að fjár­magna með veg­gjöld­um.

Eng­inn verktaki fékkst til þess að taka að sér verkið á þeim grund­velli, en eigi að síður var farið af stað.

Heild­ar­kostnaður áætlaður níu millj­arðar

Áætlaður heild­ar­kostnaður er nú um 9 millj­arðar skv. upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni, en hann stend­ur nú í 3,5 millj­örðum. Áætlað er að fram­kvæmt verði fyr­ir 4 millj­arða alls á þessu ári, en hluti af fyrr­greind­um 3,5 millj­örðum hef­ur fallið til í ár.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is