Kostnaður Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við Hornafjarðarfljót hefur farið fram úr gildandi fjárheimildum Alþingis svo milljörðum skiptir, en í aðgerðaáætlun samgönguáætlunar sem tekur til áranna 2020 til 2024 er gert ráð fyrir framkvæmdafé til verkefnisins upp á 4,9 milljarða á tímabilinu.
Þegar ákveðið var að ráðast í verkefnið var gert ráð fyrir samfjármögnun þess, ríkissjóðs annars vegar og verktaka hins vegar og miðað við jafna kostnaðarskiptingu, en hvor aðili átti að leggja til helming fjárhæðarinnar, þ.e. 2,450 milljarða, en hlut verktakans átti að fjármagna með veggjöldum.
Enginn verktaki fékkst til þess að taka að sér verkið á þeim grundvelli, en eigi að síður var farið af stað.
Heildarkostnaður áætlaður níu milljarðar
Áætlaður heildarkostnaður er nú um 9 milljarðar skv. upplýsingum frá Vegagerðinni, en hann stendur nú í 3,5 milljörðum. Áætlað er að framkvæmt verði fyrir 4 milljarða alls á þessu ári, en hluti af fyrrgreindum 3,5 milljörðum hefur fallið til í ár.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær.
Heimild: Mbl.is