Home Fréttir Í fréttum Nýtt þjóðarsjúkrahús verði tilbúið 2029

Nýtt þjóðarsjúkrahús verði tilbúið 2029

44
0
Skjáskot af Mbl.is

Stefnt er að því að ljúka bygg­ing­ar­fram­kvæmd­um við nýj­an Land­spít­ala í lok árs 2027. Þá eru engu að síður eft­ir stór­ir áfang­ar eins og að inn­rétta og tækja­væða bygg­ing­arn­ar. Eig­in­leg verklok eru áætluð árið 2029 og verður þá nýtt þjóðar­sjúkra­hús að fullu komið í notk­un.

<>

Gunn­ar Svavars­son, fram­kvæmda­stjóri op­in­bera hluta­fé­lags­ins sem ann­ast fram­kvæmd­ina, er gest­ur Dag­mála í dag og seg­ir frá stöðu fram­kvæmda og hvernig verk­inu hef­ur miðað. Gunn­ar og hans fólk sjá einnig um tækja­mál nýja sjúkra­húss­ins, í sam­ráði við lækna Land­spít­al­ans og gróft á litið er það hans mat að 75% tækja á nýja sjúkra­hús­inu verði ný tæki en stefnt er að flutn­ingi 25% þeirra tækja sem nú eru í notk­un.

Unnið að gerð nýs Land­spít­ala við Hring­braut. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Sér­fræðiaðstoð frá mörg­um lönd­um

Nýr Land­spít­ali er ein­hver stærsta, kostnaðarsam­asta og flókn­asta bygg­ing sem ís­lenska ríkið hef­ur ráðist í. Fjöldi inn­lendra og ekki síst er­lendra sér­fræðinga koma að hinum ýmsu bygg­ing­arstig­um. Þannig er sér­stakt teymi sér­fræðinga frá Kan­ada sem aðstoðar við skipu­lagn­ingu á flutn­ingi á starf­semi sjúkra­húss­ins, þegar þar að kem­ur.

Um er að ræða fjór­ar bygg­ing­ar og hef­ur fram­kvæmd­um við eina þeirra verið lokið og er það sjúkra­hót­el sem tekið var í notk­un árið 2019.

Á Gunn­ari er að heyra að hann hefði viljað að fram­kvæmda­hraði hefði verið meiri en í heild er hann sátt­ur með gang mála.

Stærsta bráðamót­taka á Norður­lönd­um

Bráðamót­taka sjúkra­húss­ins verður sú stærsta á Norður­lönd­un­um og geta níu sjúkra­bíl­ar verið inn­an­dyra á sama tíma, komi til þess stór­slyss eða mikið álag skap­ist. Bygg­ing­arn­ar eru hannað til þess að standa af sér öfl­uga jarðskjálfta sem sér­fræðing­ar hafa sagt Gunn­ari að muni koma.

Hvenær, er eðli máls­ins sam­kvæmt ekki vitað.

Við hönn­un meðferðakjarn­ans, sem er hið eig­in­lega sjúkra­hús var miðað að því að bygg­ing­in þoli ekki bara öfl­uga jarðskjálfta held­ur verði rekstr­ar­hæf inn­an klukku­stund­ar frá því að skjálft­inn reið yfir. Til að tryggja þetta þurfti að huga að fjöl­mörg­um atriðum og fer Gunn­ar yfir það í viðtal­inu.

Þátt­ur­inn í heild sinni er aðgengi­leg­ur fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins.

Heimild: Mbl.is