Home Fréttir Í fréttum Fjárfestu fyrir 900 milljónir

Fjárfestu fyrir 900 milljónir

74
0
Vilhjálmur Þór Matthíasson er framkvæmdastjóri og eigandi Malbikstöðvarinnar. Ljósmynd: Aðsend mynd

Malbikstöðin ehf. hagnaðist um 458 milljónir á síðasta ári.

<>

Malbikstöðin ehf. hagnaðist um 458 milljónir á síðasta ári samanborið við 737 milljónir árið áður.

Stjórn félagsins leggur til að 150 milljónir króna verði greiddar í arð til hluthafa á árinu 2024, að því er kemur fram í nýbirtum ársreikningi.

Eftir verulega veltuaukningu undanfarin ár dróst velta félagsins saman um 2,8% milli áranna 2022 og 2023, og nam 3,2 milljörðum í fyrra.

Efnahagsreikningur Malbikstöðvarinnar stækkaði umtalsvert milli ára sem skýrist einkum af fjárfestingum upp á 910 milljónir í lóðum og varanlegum rekstrarfjármunum. Eignir félagsins námu 3,3 milljörðum króna í árslok 2023 og eigið fé var um 2 milljarðar.

Sjáskot af Vb.is

Fréttin birtist fyrst í Viðskipablaðinu.

Heimild: Vb.is