Home Fréttir Í fréttum Sölu­ferli Perlunnar og Topp­stöðvarinnar sam­þykkt í borgar­ráði

Sölu­ferli Perlunnar og Topp­stöðvarinnar sam­þykkt í borgar­ráði

52
0
Perlan og Toppstöðin í Elliða­ár­dal. Ljósmynd: Samsett

Aug­lýst lág­marks­verð í Perluna verður þrír og hálfur milljarður króna.

<>

Fyrir­komu­lag á sölu­ferli Perlunnar var sam­þykkt á fundi borgar­ráðs í dag og er á­ætlað að hafa sölu­ferlið í tveimur þrepum.

Á fyrra þrepi verður aug­lýst eftir á­huga­sömum kaup­endum og á síðara þrepi verður þeim sem upp­fylla þær kröfur sem gerðar eru í þrepi eitt, boðið að leggja fram kaup­til­boð.

Heimilað var í haust að hefja sölu­ferli á eign Reykja­víkur­borgar, Perlunni, auk tveggja vatns­tanka.

Aug­lýst lág­marks­verð verður þrír og hálfur milljarður króna og í gögnum á­huga­samra kaup­enda þurfa meðal annars að koma fram upp­lýsingar um fyrir­huguð á­form varðandi eignina. Gert er ráð fyrir að aug­lýsa nú í júní.

Að minnsta kosti þremur kvöðum verður þing­lýst á eignina meðal annars sú kvöð að Reykja­víkur­borg hafi for­kaups­rétt. Þá er kvöð um að hús­næðið, bíla­stæði og lóð, verði opið al­menningi endur­gjalds­laust eða gegn hóf­legri gjald­töku.

Þriðja kvöðin er um að grunn­skóla­börn í skólum Reykja­víkur geti heim­sótt safnið sem verður rekið í húsinu, endur­gjalds­laust, tvisvar sinnum á skóla­göngu í fyrsta til tíunda bekk.

Fast­eigna­mat Toppstöðvarinnar um 775 milljónir
Sam­hliða þessu heimilaði borgar­ráð að hefja sölu­ferli á Topp­stöðinni, Raf­stöðvar­vegi 4 í Elliða­ár­dal.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu á vef borgarinnar verður haldin sam­keppni þar sem fleiri þættir en kaup­verð munu hafa á­hrif við mat á til­boðum.

Árið 2008 af­salaði Lands­virkjun til Reykja­víkur­borgar lóð númer fjögur við Raf­stöðvar­veg, á­samt vara­stöð Lands­virkjunar, Topp­stöðinni. Topp­stöðin er tæpir 6.500 fer­metrar að stærð og er gildandi fast­eigna­mat tæpar 775 milljónir króna.

„Með hlið­sjón af sögu­legu mikil­vægi hússins og stað­setningu verður ekki um beina sölu að ræða heldur sam­keppni þar sem kaup­verð mun hafa 75% vægi. Að öðru leyti verða um­sóknir metnar eftir þáttum eins og hug­mynda­fræði, tengslum við Elliða­ár­dalinn, hönnun og sam­ráði við nær­um­hverfi auk þess sem horft verður til fyrir­hugaðrar starf­semi í hús­næðinu. Þá mun mat á kaup­til­boðum einnig byggja á hug­myndum bjóð­enda um sjálf­bærni og kol­efnis­fót­spor,” segir á vef borgarinnar.

Rekstrarfélagið Stæði slhf. annast rekstur bílastæðahússins í Hörpukjallara.

Selja 125 bílastæði í Hörpu
Borgar­ráð sam­þykkti einnig að setja 125 stæði í bíla­stæða­húsi tón­listar- og ráð­stefnu­hússins Hörpu við Austur­höfnina í sölu­ferli.

Reykja­víkur­borg er eig­andi að 125 af 420 stæðum í bíla­stæða­kjallara Hörpu.

Í skýrslu starfs­hóps um betri rekstur og af­komu bíla­stæða­húsa Bíla­stæða­sjóðs má meðal annars finna til­lögu um mögu­lega sölu á ein­staka bíla­húsum, þar með talið bíla­stæðum í Hörpu, segir á vef borgarinnar.

Bruna­bóta­mat stæðanna 125 fyrir árið 2024 er einn milljarður og tæpar 158 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að þau verði aug­lýst nú í júní.

Heimild: Vb.is