Home Fréttir Í fréttum Engin ákvörðun um nýjan varnargarð

Engin ákvörðun um nýjan varnargarð

44
0
Hrauntungan sem skreið yfir Grindavíkurveg í átt að Svartsengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eng­in ákvörðun eða beiðni er kom­in um að byggja varn­argarð á milli Þor­bjarn­ar og Haga­fells, til að hindra hraun­flæði niður í Svartsengi, en fylgst er með stöðu mála hverju sinni, seg­ir Jón Hauk­ur Stein­gríms­son, jarðverk­fræðing­ur hjá Eflu.

<>

Í kjöl­far eld­goss­ins sem hófst fyr­ir rúmri viku rann hraun yfir Grinda­vík­ur­veg norðan við Grinda­vík og upp að Þor­birni.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Veður­stof­unni er núna einn gíg­ur virk­ur á Sund­hnúkagígaröðinni. Hraun­straum­ar úr þeim gíg eru til norðvest­urs að Sýl­ing­ar­felli og meðfram því að norðan.

„Varn­argarður­inn L6 uppi á fjalli nær á milli Sýl­ing­ar­fells og Haga­fells, hann hindr­ar það að hraun renni beint frá Sund­hnjúki og niður í Svartsengi. Hann stýr­ir hraun­inu fram af og í átt­ina til suðurs í raun og veru,“ seg­ir Jón Hauk­ur.

Sjá meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is