Home Fréttir Í fréttum 25.06.2024 Landsvirkjun. Vatnsveita fyrir vinnubúðir Hvammsvirkjunar

25.06.2024 Landsvirkjun. Vatnsveita fyrir vinnubúðir Hvammsvirkjunar

209
0
LANDSVIRKJUN

Landsvirkjun áformar lagningu vatnsveitu fyrir vinnubúðir Hvammsvirkjunar ásamt lagningu hitaveitulagnar fyrir íbúðarhús við bæinn Hvamm 3.

<>

Verkið felst í lagningu vatnsveitu fyrir vinnubúðir Landsvirkjunar og íbúðarhús við bæinn Hvamm 3 eins og teikningar sýna og lýst er í verklýsingu.

Leggja skal vatnslagnir, raflagnir og fjarskiptarör í skurðum og ganga frá þeim, setja skal niður tvær borholudælur og tengja við lagnakerfið, setja skal upp fimm vatnstanka og tengja saman, ásamt því að fullprófa kerfið og setja í rekstur.

Íslenskur staðall ÍST 30:2012, Almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir, hér eftir nefndur ÍST 30, skal gilda um verkið samkvæmt þessum útboðsgögnum eins og við getur átt en með þeim breytingum og viðaukum sem getið er í kafla 2.2 [Breytingar og viðaukar við ÍST 30] í útboðsgögnum.

Hér er um almennt útboð, undir viðmiðunarfjárhæðum, að ræða eins og lýst er í lögum um framkvæmd útboða nr. 65/1993. Útboð þetta fellur ekki undir reglugerð nr. 240/2017 eða lög um opinber innkaup nr. 120/2016.

Sjá frekar.